Haukar Íslandsmeistarar í handknattleik karla

Frá sigurgleði leikmanna Hauka á Ásvöllum.
Frá sigurgleði leikmanna Hauka á Ásvöllum. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru Íslandsmeistarar í handknattleik karla 2010. Þeir innsigluðu titilinn með fimm marka sigri á Val, 25:20, í oddaleik liðanna á Ásvöllum í dag að viðstöddum nærri 2.500 áhorfendum í einni mestu stemningu sem verið hefur á handboltaleik hér á landi. Þetta er um leið áttundi titill Hauka á 11 árum eða síðan þeir unnu titilinn árið 2000 eftir 57 ára bið.

Valsmenn veittu verðuga mótspyrnu í leiknum í dag. En síðustu átta til tíu mínútur leiksins voru Haukanna. Vörn þeirra var frábær og reynslumaðurinn Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, fór á kostum.


Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 6/2, Björgvin Hólmgeirsson 4, Guðmundur Árni Ólafsson 4/2, Pétur Pálsson 4, Freyr Brynjarsson 3, Einar Örn Jónsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 1.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 7/6, Sigurður Eggertsson 4, Ingvar Árnason 3, Elvar Friðriksson 2, Fannar Þór Friðgeirsson 2, Baldvin Þorsteinsson 1, Orri Freyr Gíslason 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 15 (þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Áhorfendur: Á að giska  2.500 og stemningin frábær.

57. Haukar taka leikhlé. Þeir hafa gert út um leikinn síðustu mínútur með frábærum varnarleik og markvörslu Birkis Ívars. Íslandsmeistaratitilinn blasir nú við Haukum þriðja árið í röð. Staðan er 23:19.

50. Björgvin var að koma Haukum yfir með sínu fyrsta marki í leiknum, 20:18. Freyr kom Haukum yfir, 19:18, með marki úr hraðaupphlaupi. Markverðir beggja liða hafa verið góðir. Þrátt fyrir tveggja marka forystu Hauka er útilokað að segja hvernig þessi leikur fer.

45. Leikurinn áfram í járnum. Valsmenn með boltann og geta jafnað metin. Staðan er 18:17, fyrir Hauka. Stemningin er gríðarleg í húsinu, hávaðinn mikill og hitinn einnig.

42. Valsmenn voru að minnka muninn í eitt mark, 16:15. Baldvin eftir hraðaupphlaup. Haukar hafa verið manni færi síðustu mínútur og Valsmenn hafa nýtt það til tveggja marka.

37,30 Valsmenn taka leikhlé. Haukar eru komnir með þriggja marka forskot, 15:12. Einar Örn var að skora sitt fyrsta mark og koma Haukum þremur mörkum yfir þrátt fyrir að Haukar væru manni færri.

35. Sigurbergur hefur skorað tvö mörk í röð fyrir Hauka, það síðar eftir hraðaupphlaup. Hann stal boltanum af sóknarmönnum Vals. Staðan er 14:12, fyrir Hauka. Rétt í þessu var síðan verið að vísa Sigurbergi af leikvelli í tvær mínútur.

30. Flautað til loka fyrri hálfleiks. Haukar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Sigurbergur jafnaði metin, 9:9, með gegnumbrot. Freyr bætti við 10. markinu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn áttu síðustu sókn hálfleiksins en Birkir Ívar varði skot þeirra. Staðan er 10:9, fyrir Val.
Sigurbergur er markahæstur hjá Haukum með 4 mörk. Guðmundur Árni og Freyr hafa gert tvö mörk hvor. Birkir Ívar hefur varið átt skot í markinu.
Arnór Þór er markahæstur Valsmanna með 5 mörk. Hlynur hefur varið 9 skot í marki Vals.

28. Guðmundur Árni jafnaði fyrir Hauka eftir hraðaupphlaup. Birkir varð frá Valsmönnum. Hlynur varði frá Sigurbergi í framhaldinu, en þá áttu Haukar möguleika á að komast yfir. Arnór Þór var að koma Val yfir, 9:8. Tvær mínútur fram að hálfleik.

25. Valsmenn taka leikhlé, marki yfir, 8:7. Haukar hafa skorað tvö mörk í röð. Sigurbergur með langskoti og síðan Pétur af línunni. Valsmönnum hefur ekki gengið vel að stöðva Pétur. Hann hefur skorað eitt mark og unnið þrjú vítaköst.

22. Fannar skorar áttunda mark Vals með þrumuskot. Staðan 8:5 og Haukar taka leikhlé.

20. Elvar var að koma Val yfir, 7:5, með langskoti. Haukum gengur lítt í sókninni gegn sterkri vörn Vals og Hlyn í markinu.

14. Ingvar Árnason kom Val í 5:4 eftir hraðaupphlaup. Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin um hæl fyrir Hauka.

11. Arnór Þór var að jafna fyrir Val úr vítakasti, 4:4.

7. Freyr var að koma Haukum í 3:2 úr vinstra horni. Fyrsta mark leiksins sem ekki er skorað frá vítapunktinum.

4. Sigurbergur vippar boltanum í markslá Valsmarksins úr vítakasti. Hann gat komið Haukum í 3:1.

1. Sigurbergur Sveinsson skorar fyrsta mark leiksins fyrir Hauka úr vítakasti. Arnór Þór Gunnarsson svarar um hæl úr vítakasti fyrir Val. Staðan er 1:1. Gísli Jón Þórisson tekur stöðu Gunnars Berg í vörn Hauka.

Kl. 13.55 Leikmenn kynntir til leiks og frá frábærar mótttökur hjá stuðningsmönnum.

Frábær stemning ríkir hér á Ásvöllum. Stuðningsmenn beggja liða syngja ákaft og slá í trommur. Þeir hvetja sín lið þannig að vart heyrist mannsins mál.  Ljóst er að umgjörð þessa leiks verður framúrskarandi og vonandi verður leikurinn í takti við það.

Dómarar leiksins í dag verða Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Þeir dæmdu einnig fjórðu viðureign liðanna á heimavelli Vals á síðasta fimmtudag.

Gunnar Berg Viktorsson, leikmaðurinn sterki hjá Haukum, verður í leikbanni í dag. Hann fékk rautt spjald á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma í viðureign Vals og Hauka á fimmtudaginn. Í framhaldi var Gunnar úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ í gær.

Þjálfarar beggja liða, Aron Kristjánsson hjá Haukum, og Óskar Bjarni Óskarsson, Val, stýra liðum sínum í síðasta sinn, a.m.k. í bili í dag. Aron er leið til Þýskalands þar sem hann tekur við þjálfun Hannvover Burgdorf í sumar. Óskar Bjarni verður sennilega þjálfari yngri flokka hjá Val auk þess að vera áfram aðstoðarmaður Guðmundar Þórðar Guðmundsson með íslenska karlalandsliðið.

Sigurbergur Sveinsson leikur sinn síðasta leik að sinni með Haukum í dag. Hann hefur skrifað undir samning við Dormagen í Þýskalandi og fer til félagsins í sumar. Sigurbergur er markahæsti leikmaður úrslitaeinvígisins með 38 mörk í fjórum leikjum.

Arnór Þór Gunnarsson yfirgefur raðir Valsmanna í sumar og leikur sinn síðasta leik fyrir félagið í dag, a.m.k. í bili. Arnór Þór hefur skrifað undir samning við þýska 2. deildarliðið Bittenfeld. Arnór Þór hefur skorað 28 mörk í leikjunum fjórum við Hauka í úrslitarimmunni.

Leikmenn Hauka fagna Íslandsmeistaratitilinum í dag.
Leikmenn Hauka fagna Íslandsmeistaratitilinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Frá Ásvöllum í dag.
Frá Ásvöllum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Gunnar Ingi Jóhansson, hornamaður Vals, reynir að komast framhjá Einari ...
Gunnar Ingi Jóhansson, hornamaður Vals, reynir að komast framhjá Einari Erni Jónssyni, í fyrri hálfleik. mbl.is/Árni Sæberg
Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, í leiknum í dag.
Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, í leiknum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Íþróttir, Handbolti — Fleiri fréttir

Í gær

Miðvikudaginn 16. janúar

Þriðjudaginn 15. janúar

Mánudaginn 14. janúar

Sunnudaginn 13. janúar

Föstudaginn 11. janúar

Fimmtudaginn 10. janúar

Miðvikudaginn 9. janúar

Þriðjudaginn 8. janúar

Mánudaginn 7. janúar

Sunnudaginn 6. janúar

Laugardaginn 5. janúar

Föstudaginn 4. janúar

Fimmtudaginn 3. janúar

Miðvikudaginn 2. janúar