Skoðanaskipti í Skuggaborg

Oddvitinn Jón Gnarr fær sér kaffi á fundi með samstarfsfólki ...
Oddvitinn Jón Gnarr fær sér kaffi á fundi með samstarfsfólki sínu í Besta flokknum. Ómar Óskarsson

Mikil virkni hefur verið á vefsíðunni Betri Reykjavík  frá því hún var opnuð þann 1. júní. Á síðunni hefur verið komið upp s.k. Skuggaborg, þar sem ætlunin er að örva lýðræðislega umræðu og gefa borgarbúum tækifæri til að segja skoðun sína á hugmyndum um betrumbætta borg.  

2.896 notendur eru skráðir á síðunni  og 413 hugmyndir hafa verið settar fram í ýmsum flokkum. Rök sem gefin eru með eða á móti hugmyndunum eru 873 en einnig hafa fjölmargir kosið með eða á móti án þess að rökstyðja það frekar.

Á meðal umdeildra hugmynda sem settar eru fram í Skuggaborginni eru hvort tekjutengja eigi leikskólagjöld, en 189 eru fylgjandi því og 168 á móti. Einnig er umdeild hvort rétt sé að gefa frítt bókasafnsskírteini fyrir alla hjá Borgarbókasafninu, skjóta mávana og banna notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu.

Aðrar hugmyndir virðast njóta mikils fylgis, svo sem að gera Reykjavík að fyrstu rafbílaborg í heimi, en 145 eru fylgjandi þeirri tillögu og 25 á móti, og að gera stórátak í vistvæntum samgöngum í borginni. Einnig virðast notendur nokkuð sammála um að gera eigi fólki kleift að taka reiðhjól með í strætó og því að setja upp vefsíðu þar sem íbúar geti beðið um viðgerðir í hverfinu sínu, en 771 styðja þá hugmynd á meðan aðeins 5 eru á móti.

Besti flokkurinn segist vilja heyra í og taka mark á íbúum í Reykjavík og verða hugmyndir og rökræður sem settar eru fram á síðunni Betri Reykjavík hafðar til hliðsjónar á leynifundum Besta flokksins við Samfylkinguna um myndun meirihluta.  

Þá má nefna nokkrar spánnýjar hugmyndir s.s. að setja árabáta á Tjörnina Hljómskálagarðsmegin,  að setja upp hundagirðingu á Miklatúni og að hefja rannsókn á Orkuveitu Reykjavíkur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 19. janúar

Miðvikudaginn 17. janúar

Sunnudaginn 14. janúar

Laugardaginn 13. janúar

Fimmtudaginn 11. janúar

Miðvikudaginn 10. janúar

Þriðjudaginn 9. janúar

Mánudaginn 8. janúar

Laugardaginn 6. janúar

Föstudaginn 29. desember

Laugardaginn 16. desember

Fimmtudaginn 14. desember

Mánudaginn 11. desember

Föstudaginn 8. desember

Miðvikudaginn 6. desember

Þriðjudaginn 5. desember

Sunnudaginn 3. desember

Laugardaginn 2. desember

Föstudaginn 1. desember

Fimmtudaginn 30. nóvember