Seldur á allt að 103 milljarða

Seðlabankinn fær strax um 255 milljónir evra við söluna á ...
Seðlabankinn fær strax um 255 milljónir evra við söluna á FIH. Ernir Eyjólfsson

Gengið hefur verið frá sölu á danska bankanum FIH fyrir allt að 103 milljarða króna, eða fimm milljarða danskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Kaupendurnir eru dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækið Folksam og fyrirtækið CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. 

Seðlabankinn á veð í 99,89% hlut í bankanum vegna 500 milljóna evra þrautavaraláns sem veitt var til Kaupþings haustið 2008. 

Strax eru greiddir 1,9 milljarðar danskra króna, eða sem nemur 255 milljónum evra. Að auki verður greiddur allt að 3,1 milljarði króna á næstu fjórum árum, en sú upphæð verður leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningi bankans á tímabilinu. Enn fremur verður greiðsla frá fjárfestahópnum sem kaupir bankann sem byggist á arðsemi fjárfestingarinnar fram til 2015. Auk þess mun mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði koma til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015.

Haft er eftir Má Guðmundssyni í tilkynningunni að salan sé ágæt miðað við aðstæður, og að Seðlabankinn muni strax fá talsverða upphæð í erlendum gjaldeyri þegar gengið hefur verið frá viðskiptunum auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir.

mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Þriðjudaginn 16. október

Mánudaginn 15. október

Sunnudaginn 14. október

Laugardaginn 13. október

Föstudaginn 12. október