,,Þetta er svartur blettur"

Rækjuveiðar á Flæmska hattinum.
Rækjuveiðar á Flæmska hattinum. Þorgeir Baldursson

Jón Gunnarsson alþingismaður segri óskiljanlegt að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skuli engu svara ábendingum um að sú ákvörðun hans að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar sé ólögleg.   Einnig bendir hann á að Hafrannsóknastofnun hafi komist að þeirri niðurstöðu að ástand rækjustofnsins sé nú með lélegasta móti og afar slæmt fyrir orðspor þjóðarinnar ef veitt verði meira en hann þoli.

,, Þetta er svartur blettur og með ólíkindum að ráðherra sem kennir sig við umhverfivænan flokk skuli standa fyrir þessu," segir Jón Gunnarsson. ,,Samkeppnisaðilar okkar, Kanadamenn og Grænlendingar eru þegar farnir að notfæra sér þetta. Þeir eru allir með þessa umhverfismerkingu, MSC, og segja núna að verið sé að stunda óheftar veiðar hér í veikan stofn.

 Það fær engin nein svör hjá ráðherra, ég veit að hagsmunaaðilar hafa spurt hann. Lögfræðiálit Karls Axelssonar frá því í september um ákvörðunina er mjög skýrt og það má segja að leitt sé líkum að sömu niðurstöðu í áliti nefndar ráðuneytisins sem fjallaði um þetta í fyrra, hún sagði að lagabreytingar þyrfti til."

Hann segir það ljóst að ráðherra verði að gefa út kvóta þegar Hafró gefi út leiðbeiningar um veiðar. Rök hans hafi verið að kvótinn hafi ekki verið nýttur en það hafi breyst. Nú hafi bæði hærra afurðaverð og lægra olíuverð gert þær arðbærar á ný og búið að fjárfesta í vinnslu og veiðum.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær