Gjaldeyrishöft kosta milljarða

Ragnar Árnason.
Ragnar Árnason. Jim Smart

Ragnar Árnason hagfræðiprófessor segir að gjaldeyrishöftin kosti efnahagslífið milljarða króna. Hann furðar sig á því að yfir höfuð skuli hafa verið gripið til þessar aðgerða og segir að íslenskt efnahagslíf fáist ekki staðist nema með frjálsu flæði fjármagns.

Þetta kom fram á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um gjaldeyrishöft og framtíðina í peningamálum, sem nú stendur yfir. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hélt erindi um valmöguleika Íslendinga í stjórn peningamála, eftir að samstarfi við AGS lýkur og höftin verði afnumin.

Már sagði að valkostirnir væru í grófum dráttum þrír: það sem hann kallar verðbólgumarkmið plús, með samstarfi í peninga- og ríkisfjármálum og virkum inngripum á gjaldeyrismörkuðum, einhverskonar fastgengisstefna og einhliða upptaka annars gjaldmiðils. Í pallborðsumræðum á fundinum féllst Már á það sjónarmið af kostnaðurinn við höftin væri verulegur.

Illugi Gunnarsson þingmaður sagði í erindi sínu að reynslan sýndi að við frjálst flæði fjármagns yrði að hafa svipað vaxtastig á Íslandi og annars staðar í heiminum. Hann mælti með regluverki um ríkisútgjöld og aukinni samvinnu í peninga- og ríkisfjármálum. Skattleggja yrði einnig svokölluð vaxtamunarviðskipti, til að koma í veg fyrir óhóflegt innflæði fjármagns.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tekur þátt í pallborðsumræðum. Hann sagði að sýna yrði aukið aðhald í ríkisfjármálum þegar þensla ætti sér stað í hagkerfinu svo ríkið ætti borð fyrir báru þegar niðursveifla á sér stað.

 Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAM Management, taldi ljóst að kostnaðurinn við sjálfstæða peningastefnu hefði reynst of mikill fyrir íslensk fyrirtæki.En þar sem að gjaldeyrishöftin yrðu ekki afnumin í bráð ættu stjórnvöld að nota svigrúmið til þess að móta trúverðuga peningastefnu sem yrði svo hrint í framkvæmd þegar gjaldeyrishöftin loks renna sitt skeið á enda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 7. september

Föstudaginn 6. september

Fimmtudaginn 5. september

Miðvikudaginn 4. september

Þriðjudaginn 3. september

Mánudaginn 2. september

Sunnudaginn 1. september

Laugardaginn 31. ágúst

Föstudaginn 30. ágúst

Fimmtudaginn 29. ágúst

Miðvikudaginn 28. ágúst

Þriðjudaginn 27. ágúst