Laun bankastjóra Arion banka 46 milljónir

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. mbl.is/Eggert

Þeir tveir menn, sem gegndu embætti bankastjóra Arion banka á síðasta ári fengu samtals 45,9 milljónir króna í laun. Finnur Sveinbjörnsson, sem var bankastjóri til loka maí, fékk 15,9 milljónir en Höskuldur H. Ólafsson, sem tók við 1. júní, fékk 30 milljónir eða að jafnaði 4,3 milljónir króna á mánuði.

Árið 2009 fékk Finnur greidda 21 milljón króna í laun fyrir forstjórastarfið, að því er kemur fram í ársreikningi bankans.

Fimm framkvæmdastjórar fengu 109,9 milljónir króna í laun á síðasta ári eða um 22 milljónir króna hver að jafnaði.

Monica Caneman, formaður bankaráðs Arion banka fékk 6,6 milljónir króna í laun á síðasta ári, Guðrún Johnsen, sem situr í bankaráðinu, fékk 5 milljónir króna, en aðrir bankaráðsmenn fengi á bilinu frá 400 þúsund til 3,3 milljóna í laun.

Ársreikningur Arion banka

mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í gær

Miðvikudaginn 17. apríl

Þriðjudaginn 16. apríl

Mánudaginn 15. apríl

Sunnudaginn 14. apríl

Laugardaginn 13. apríl

Föstudaginn 12. apríl