Glæpur og samviska á hvíta tjaldið

Ásgeir Þórhallsson Hvítaskáld.
Ásgeir Þórhallsson Hvítaskáld. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ný íslensk kvikmynd, Glæpur og samviska, verður frumsýnd í Valaskjálf á Egilsstöðum 25. mars nk. Höfundur og leikstjóri er Ásgeir Hvítaskáld og er myndin alfarið tekin upp á Austurlandi.

Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar kemur fram að Ásgeir flutti til Egilsstaða árið 2007 eftir að hafa búið í 20 ár erlendis og þar af 16 ár í Danmörku þar sem hann lærði kvikmyndagerð. Hefur hann m.a. gert 12 heimildar- og stuttmyndir sem hafa hlotið viðurkenningar víða um heim.

Þegar Ásgeir flutti til Egilsstaða fékk hann fljótt áhuga á að taka upp kvikmynd á Austurlandi þar sem hann heillaðist svo af fögru umhverfinu. Hafði hann samband við Leikfélag Fljótsdalshéraðs og skömmu síðar hóf Ásgeir samstarf við félagið og til varð kvikmyndafélagið Frjálst orð.

Ýmsir leikarar koma frá Leikfélagi Fljótsdalshérað en eru þó ekki allir leikarar úr félaginu heldur voru nokkrir óreyndir fengnir til að reyna sitt fyrsta sem hefur að sögn tekist mjög vel. 

„Myndin er stórt drama um ógæfusamt fólk sem lendir á villigötum, eru tökurnar magnþrungnar og leikurinn einlægur og sannfærandi," segir í tilkynningunni.

Að tónlistinni komu Björn Thoroddsen, Margrét Eir og Svavar Knútur. Hefur Menningarráð Austurlands lagt til styrki sem og ýmis fyrirtæki á Austurlandi. Kynningarmyndband um kvikmyndina má nálgast hér.

mbl.is

Veröld/Fólk — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Laugardaginn 17. ágúst

Föstudaginn 16. ágúst

Fimmtudaginn 15. ágúst

Miðvikudaginn 14. ágúst

Þriðjudaginn 13. ágúst