Ung kona myrt í Noregi

Ung norsk kona fannst myrt í nótt á bílastæði í Mandal í Noregi. Unnusti konunnar var handtekinn í dag, grunaður um morðið. Konan lætur eftir sig 8 ára gamlan son og á vef Pressunnar í dag kom fram að faðir drengsins sé Íslendingur.

Konan hét Heidi Thisland Jensen og var 28 ára að aldri. Pressan hefur eftir heimildum að Heidi hafi búið í Vestmannaeyjum um tíma.

Fram kemur á vef norska útvarpsins, að unnusti konunnar, sem hefur áður komið við sögu norsku lögreglunnar, hélt upp á 25 ára afmæli sitt í gær. Eftir afmælisveisluna ætluðu hann og unnusta hans í bæinn en ekki er vitað um ferðir þeirra frá klukkan 23 til rúmlega 3 í nótt þegar Heidi fannst eftir að  hún hringdi í lögreglu og sagði að hún væri í hættu stödd.  

Norskir fjölmiðlar segja, að þegar að var komið hafi konan verið með áverka eftir hníf. Hún var með lífsmarki þegar hún fannst en lést eftir að bráðaliðar komu á staðinn.

Sonur konunnar er nú í umsjón barnaverndaryfirvalda í Mandal.

Vefur norska útvarpsinsmbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 28. maí

Miðvikudaginn 27. maí

Þriðjudaginn 26. maí