Akureyri er deildarmeistari

Oddur Gretarsson sækir að Bjarka Má Gunnarssyni í leiknum í ...
Oddur Gretarsson sækir að Bjarka Má Gunnarssyni í leiknum í Digranesi í kvöld. mbl.is/Kristinn

Akureyri er deildarmeistari í handknattleik karla eftir þriggja marka sigur á HK, 32:29, í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld. 

Akureyri hafði tíma marka forskot í hálfleik, 21:11, og náði mest ellefu marka forskoti snemma í síðari, 24:13. HK-menn lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir slæma stöðu og bitu frá sér. Akureyringar slökuðu einnig, styttu sóknir sínar og vörn og markvarsla var ekki jafn skörp og í fyrri hálfleik. HK tók að minnka muninn í eitt mark, 28:27, en nær komust þeir ekki.

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir HK og Atli Karl Bachmann fjögur.

Hjá Akureyri var Oddur Gretarsson atkvæðamestur með níu mörk. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sjö mörk.

Björn Ingi Friðþjófsson varði 16 skot í marki Hk, nær öll í síðari hálfleik. Sveinbjörn varði einnig sextán skot í marki Akureyrar, þar af ellefu í fyrri hálfleik.

58. HK tapar boltanum, Akureyri tveimur mörkum yfir, 30:28, og rúmar tvær mínútur til leiksloka. Akureyri manni færa næstu 50 sekúndur.

53. Munurinn aðeins tvö mörk og mikil spenna hlaupin í leikinn, staðan er 28:26, fyrir Akureyri.

50. Leikmenn HK hafa ekki lagt niður vopnin. Þeir hafa minnkað muninn í fimm mörk, 28:23, og eru í sókn.

45. Akureyringar virtust vera að gefa eftir, munurinn var kominn niður í sex mörk, 25:19, en hefur aukist á ný 27:19.

40. Litlar breytingar hafa orðið á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Akureyri hefur níu marka forskot, 25:16.

30. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks. Staðan er 21:11, fyrir norðanmenn. Að undanskildum upphafsmínútunum hafa Akureyringar algjörlega ráðið ferðinnni. Leikmenn HK hafa gert hver mistökin á fætur öðrum, m.a. tapað boltanum klaufalega í hendur Akureyringa a.m.k. sex sinnum. Sveinbjörn Pétursson hefur farið á kostum í marki Akureyrar og varð ekki færri en 11 skot. Var svo komið að HK voru orðnir logandi hræddir við að skjóta á markið hjá landsliðsmarkverðinum.
Oddur Gretarsson hefur skorað átta mörk úr átta skotum. Guðmundur Hólmar Helgason fimm. Akureyringurinn í liði HK, Atli Ævar Ingólfsson er markahæstur heimamanna með þrjú mörk. 

23. Leikmenn Akureyrar ráða lögum og lofum í Digranesi og hafa sjö marka forskot, 16:9.

14. HK tekur leikhlé. Akureyri hefur fjögurra marka forskot, 9:5. Sveinbjörn heldur áfram að fara á kostum í marki norðanmanna.

12. Akureyri hefur náð tveggja marka forskoti á ný, 7:5, eftir að HK hafði jafnað, 5:5. Sveinbjörn í miklum ham, hefur varið sex skot.

5. Akureyringar byrja af krafti, staðan er 4:1, fyrir þá. HK menn eru ekki með á nótunum auk þess sem Sveinbjörn Pétursson hefur varið vel á upphafsmínútunum í marki Akureyrar.

2. Oddur Gretarsson og Bjarki Már Elísson hafa skorað sitt hvort markið, staðan 1:1.

Dómarar í kvöld eru Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Íþróttir, Handbolti — Fleiri fréttir

Í gær

Mánudaginn 21. janúar

Sunnudaginn 20. janúar

Laugardaginn 19. janúar

Föstudaginn 18. janúar

Fimmtudaginn 17. janúar

Miðvikudaginn 16. janúar

Þriðjudaginn 15. janúar

Mánudaginn 14. janúar

Sunnudaginn 13. janúar

Föstudaginn 11. janúar

Fimmtudaginn 10. janúar

Miðvikudaginn 9. janúar

Þriðjudaginn 8. janúar

Mánudaginn 7. janúar

Sunnudaginn 6. janúar