Saleh Jemenforseti á batavegi

Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, er með brunasár á andliti og höndum eftir að reynt var að ráða hann af dögum. Enga uppgjöf er á honum að finna. 

Saleh hefur nú komið fram opinberlega í fyrsta skipti eftir morðtilræðið í síðasta mánuði. Hann er með brunasár á andliti og handleggir hans og hendur eru vafin sáraumbúðum.

Saleh, sem hefur verið að jafna sig í Sádi-Arabíu, er ekki á því að láta af völdum þrátt fyrir sex mánaða langar mótmælaaðgerðir þar sem krafist er afsagnar hans.

„Við tökum því fagnandi að miðla völdum innan ramma stjórnarskrárinnar og laganna, sem leyfir marga stjórnmálaflokka og stjórnmálastefna og skoðanafrelsi,“ sagði Saleh forseti.

Hann ræddi einnig sprenguárásina á forsetahöllina í sjónvarpsávarpi sínu og sagði:

„Ég gekkst undir nokkrar aðgerðir, meira en átta aðgerðir sem heppnuðust vel til að ná mér af brunasárum sem slysið olli. Hópur embættismanna gekkst líka undir aðgerðir þeirra á meðal þingforsetinn, forsætisráðherrann, aðstoðarforsætisráðherrann og Rashad al Almi, borgarstjóri í Sanaa. Þetta hafði áhrif á meira en 87 manns sem þurftu á skurðaðgerðum að halda.“

Margir stjórnarerindrekar telja ólíklegt að Saleh geti snúið aftur heim til Jemen en andstaðan gegn honum vex stöðugt. 


mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Sunnudaginn 21. apríl

Laugardaginn 20. apríl

Föstudaginn 19. apríl