Ragna mun fylgja Pavel

Ragna Margrét Brynjarsdóttir.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir. www.kki.is
Lið Hauka í efstu deild kvenna í körfuknattleik verður fyrir blóðtöku á næsta keppnistímabili en miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir mun reyna fyrir sér í Svíþjóð. Ragna er unnusta Pavels Ermolinskij sem samdi við sænsku meistarana í Sundsvall í sumar.

Ragna hefur ákveðið að fylgja Pavel og er búin að hafa samband við lið í Sundsvall. Ekki er þó um sama félag að ræða og það sem Pavel mun leika fyrir en þar leika einnig Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson. Ragna sagðist í samtali við Morgunblaðið lítið vita um styrkleika liðsins nema að það spilar í næstefstu deild. Hún sagði sænska landsliðið yfirleitt hafa verið sterkara en það íslenska og þar væri meira úrval af hávöxnum leikmönnum.

Ragna var í lykilhlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð og var valin í lið ársins á lokahófi KKÍ. Hún mun því skilja eftir sig stórt skarð í liði Hauka sem einnig hafa misst Telmu Björk Fjalarsdóttur til Vals. kris@mbl.is

Íþróttir, Körfubolti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Föstudaginn 14. desember

Fimmtudaginn 13. desember

Miðvikudaginn 12. desember

Þriðjudaginn 11. desember

Mánudaginn 10. desember

Sunnudaginn 9. desember

Laugardaginn 8. desember

Föstudaginn 7. desember