34.000 Íslendingar krefjast leiðréttingar

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Samtaka heimilanna, afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, ...
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Samtaka heimilanna, afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, undirskriftir undir áskorun um afnám verðtryggingar. mbl.is/Golli

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra undirskriftir rúmlega 34.000 Íslendinga í hádeginu í dag. Þess er krafist að lán heimilanna verði leiðrétt og að verðtrygging verði afnumin.

„Við smíðuðum stól fyrir undirskriftirnar, svokallaðan haka, því að heimilin í landinu hafa setið á hakanum. Þegar forsætisráðherra kom út til að taka á móti undirskriftunum, þá tók hún heimilin af hakanum,“ segir Andrea.

„Forsætisráðherra sagði að þetta yrði fyrsta mál sem tekið verður fyrir á þriðjudagsmorguninn.“

Andrea segir að þess sé krafist að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hafi stjórnvöld ekki orðið við kröfunni fyrir 1. janúar næstkomandi, Undirskriftasöfnunin hefur farið fram víða, meðal annars á vefsíðu hagsmunasamtakanna og enn er hægt að skrifa undir.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær