Mótmæli um allt Rússland

Þúsundir mótmælenda mótmæltu framkvæmd nýafstaðinna þingkosninga og kosningasvikum í Rússlandi um allt landið í dag. Mótmælin voru allt frá Vladivostok við Kyrrahaf í austri og vestur til Kaliníngrad við Eystrasalt.

Mótmælendurnir kyrjuðu slagorð á borð við „kosningar ykkar eru skrípaleikur“ og „skömm“. Þúsundir mótmælenda komu saman á Frumherjatorginu í St. Pétursborg í dag og mótmæltu kosningunum um síðustu helgi til neðri deildar rússneska þingsins og Vladímír Pútín forsætisráðherra.

Um fimm þúsund manns voru á Verkalýðstorginu í Jekaterínburg og tóku þátt í mótmælum sem ekki hafði fengist opinbert leyfi fyrir. Lögreglan sagði að um 25.000 manns hefðu verið á mótmælafundi á Bolotnajatorgi í Moskvu. Stjórnarandstæðingar sögðu að mótmælendur hefðu verið nærri 100.000 talsins.

mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Þriðjudaginn 11. ágúst

Mánudaginn 10. ágúst