Forsetinn bauð upp á bollur

Ólafur Ragnar Grímsson skoðar undirskriftirnar í bollukaffi á Bessastöðum í …
Ólafur Ragnar Grímsson skoðar undirskriftirnar í bollukaffi á Bessastöðum í gær.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) átti í gær fund á Bessastöðum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem honum voru afhentar undirskriftir þeirra tæplega 38.000 Íslendinga sem safnast hafa í undirskriftasöfnun samtakanna til stuðnings kröfunni um almenna og réttláta leiðréttingu á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um.

Stjórn HH var vel tekið af forsetanum sem bauð upp á bollur á Bessastöðum. Á fundinum fóru fram athyglisverðar umræður um baráttumál samtakanna og það með hvaða leiðum íslensk stjórnskipun og réttarríki geta verndað hagsmuni heimilanna í landinu, m.a. í ljósi dómsúrskurða Hæstaréttar. Augljóst er að forsetinn hefur hugsað mikið um þau mál sem brenna á samtökunum, skuldavanda heimilanna og íhugað stöðu og réttindi lántakenda og virðist sammála stjórn HH um að finna þurfi úrlausn þeirra mála með einum eða öðrum hætti, segir í tilkynningu frá HH.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fundaði með Ólafi Ragnari á Bessastöðum í …
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fundaði með Ólafi Ragnari á Bessastöðum í gær.
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 3. desember