Heimur þar sem allt getur gerst

Í ár hefur Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, tekist á við nýtt og krefjandi verkefni. Fullt af hæfileikaríku fólki hefur unnið hörðum höndum síðustu mánuði að því að skapa dularfullan og töfrandi heim þar sem fyrirfinnast skrímsli, púkar og skapanornir. Heim þar sem allt getur gerst. Leikritið heitir Rökkurrymur og verður frumsýnt í kvöld. Sýnt er á Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Þetta er 167. frumsýning Herranætur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Herranótt.

Leikstjórinn í ár er Kolbrún Halldórsdóttir. Leikritið er byggt á Grimmsævintýrum og hefur leikhópurinn ásamt sérstöku ritteymi spunnið sögurnar saman í eina heilsteypta sýningu. Tónlistin er frumsamin og spila nemendur skólans á sviði. Ekki er hægt að setja samasemmerki milli þeirra Grimmsævintýra sem flest okkar þekkja frá því í æsku og þeirra sem verkið í ár er byggt á því það á rætur að rekja til þeirra upprunalegu og drungalegu ævintýra sem Grimmsævintýri eru.

Frumsýnt er sem fyrr segir í kvöld en næstu sýningar eru 26. febrúar, 29. febrúar, 2. mars, 4. mars, 6. mars, 7. mars og 10. mars. Allar sýningar hefjast kl. 20 en nánari upplýsingar er unnt að nálgast á facebooksíðu Herranætur.

mbl.is

Veröld/Fólk — Fleiri fréttir

Í gær

Fimmtudaginn 24. september

Miðvikudaginn 23. september

Þriðjudaginn 22. september

Mánudaginn 21. september

Sunnudaginn 20. september

Laugardaginn 19. september