Reykjavíkurborg og Eignarhaldsfélag Kringlunnar í samstarf

Nýbygging Kringlunnar verður þrjár hæðir, eða um 9.500 fm. Með ...
Nýbygging Kringlunnar verður þrjár hæðir, eða um 9.500 fm. Með tilkomu hennar bætast við um 7 þúsund fm af verslunar- og veitingarými. Morgunblaðið
Borgarráð staðfesti í dag viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Eignarhaldsfélags Kringlunnar um samkomulag og samstarf um framkvæmdir við tengibyggingu milli Borgarleikhúss og Kringlunnar, nýtt torg og bílastæði og nýjan sal fyrir Borgarleikhúsið. Þá samþykkti borgarráð í dag breytingu á deiliskipulagi Kringlunnar, en skipulags- og umferðarnefnd samþykkti tillögu um þetta í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki haustið 1999, eða á sama tíma og 9.500 fm stækkun Kringlunnar á að ljúka.Viljayfirlýsingin felur í sér að byggð verði millibygging milli Kringlunnar 8-12 og Kringlunnar 4-6, sem áður var Borgarkringlan. Þar er gert ráð fyrir útibúi Borgarbókasafns í þeirri byggingu sem tengir saman Borgarleikhús og Kringluna, og mun safnið standa við hið nýja torg. Jafnframt verður mögulegt að innrétta síðar nýjan 450 fm sal við Borgarleikhúsið sem rúmar um 250 manns. Ekki hefur verið ákveðið í hvað salurinn verði nýttur að sögn Sigurðar Gísla Pálmasonar stjórnarformanns Haupkaups. Torgi við Kringluna verður breytt og það endurbyggt. Bílastæði á horni Listabrautar og Kringlunnar eystri verða nú á tveimur pöllum, sá lægri verður niðurgrafinn en umhverfi þar verður fegrað með gróðri. Bílastæðið mun rúma 400 bíla. Aðkoma að bílastæðum verður annars vegar af Listabraut og hins vegar af Kringlunni eystri. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að Eignarhaldsfélagið Kringlan muni annast allar framkvæmdir og fjármagna þær til ýmist 5 til 15 ára og tekur auk þess það rými sem ætlað er fyrir leikhússal á leigu fyrst um sinn. Reykjavíkurborg greiðir auk kostnaðar við bókasafn, hlutdeild í endurgerð bílastæða og fegrun á torgi og nánasta umhverfi. Í tengslum við breytinguna verða aðstæður gangandi bættar bæði að og frá Verslunarskóla Íslands og fyrir Kringluna eystri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Reykjavíkur sagði á blaðamannafundi, þar sem viðbyggingin og stækkunin var kynnt, að heildarkostnaður borgarinnar við verkefnið yrði um 140 milljónir króna á næstu fimm árum. Kostnaður við útibú Borgarbókasafns yrði 40-50 milljónir króna á næstu 15 árum. Eins og fyrr segir er um viljayfirlýsingu að ræða en búist er við að tillaga, sem báðir aðilar muni fallast á, verði tilbúin til undirritunar 20. apríl. Ný útilífs- og sportvöruverslun
Samhliða framkvæmdum við tengibyggingu verður unnið við stækkun Kringlunnar um 9.500 fm. Með tilkomu nýbyggingarinnar bætast við 7 þúsund fm af verslunar- og veitingarými. Þetta rými er nú um 25 þúsund fm. Helstu nýmæli í nýbyggingunni verður 2 þúsund fm útilífs- og sportvöruverslun. Einnig verða þar þrjár stórar verslunareiningar, en erlendar verslunarkeðjur hafa sýnt áhuga á að fá rými í Kringlunni í samstarfi við innlenda aðila að sögn Sigurðar Gísla. Í viðbyggingunni er gert ráð fyrir tveimur nýjum fjölskylduveitingastöðum og skyndibitastöðum verður fjölgað. Sigurður Gísli sagði að markmið með framkvæmdum væri að styrkja Kringluna í sessi í kjölfar komandi samkeppni í Smárahvammslandi í Kópavogi. Hann sagði markaðskannanir sýna fram á að eftirspurn væri eftir stærra verslunarhúsnæði í borginni og benti á að margir hefðu sýnt áhuga á að leigja verslunarrými í nýju viðbyggingunni. Einar I. Haldórsson framkvæmdastjóri verkefnis um stækkkun Kringlunnar sagði að hafist yrði handa við framkvæmdir við vesturhluta Kringlunnar í maí og þeim yrði lokið í haust. Framkvæmdir við austurhlutann hæfust í byrjun næsta árs og væri gert er ráð fyrir að sá hluti yrði tilbúinn í lok árs 1999. Einar sagði að áætlaður kostnaður Eignarhaldsfélags Kringlunnar um stækkun og viðbyggingu næmi vel á annan milljarð króna.
mbl.is

Innlent »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »

Hagsmunir tryggðir óháð þjóðerni

17:40 Ráðherra ferðamála telur ekki þörf á að setja upp sérstakar hindranir varðandi eignarhald í ferðaþjónustu, en segir að tryggja verði almenningi ákveðið endurgjald vegna starfsemi fyrirtækja á landi í almannaeigu og nýtingar á auðlindum. Meira »

Björgunaræfing við krefjandi aðstæður

17:19 Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Meira »

Fjölmennt herlið æfði í Keflavík

17:14 „Fyrsta verk landgönguliðanna er að setja upp öryggissvæði. Þegar því er lokið er hægt að flytja inn meira herlið, ef nauðsyn krefur, en á þessari æfingu er markmiðið að æfa flutning á hermönnum frá hafi og tryggja í kjölfarið lendingarsvæðið,“ segir Misca T. Geter, undirofursti hjá landgönguliði Bandaríkjahers, í samtali við mbl.is. Meira »

Neitaði að draga ummæli sín til baka

16:56 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á það í ræðu sinni um störf þingsins á Alþingi í dag að Ásmundur Friðriksson gæfi skýringar á og drægi til baka ummæli sín þess efnis að Píratar hefðu bendlað hann við SS-sveitir þýskra nasista og kallað hann SS-mann. Meira »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...