Flugvélin sem flytur Keiko lenti í Vestmannaeyjum í dag

Boeing C-17 flutningaflugvél eins og sú sem notuð verður til …

Boeing C-17 flutningaflugvél eins og sú sem notuð verður til að flytja Keiko til Íslands.
mbl.is

Bandaríska flutningaflugvélin sem flytja mun háhyrninginn Keiko frá Seattle til Vestmannaeyja í næstu viku lenti í Eyjum í dag klukkan 14:10. Er það stærsta flugvél sem þar hefur lent.

Áhöfn vélarinnar kom hingað til að æfa flutninginn, en hefur beðið í tvo sólarhringa í Keflavík eftur að veður gæfi til flugs til Vestmannaeyja. Völlurinn opnaðist í dag og talsverð flugumferð hefur verið í dag til Eyja, að sögn Ásmunds Ísaks Jónssonar flugumferðarstjóra í Vestmannaeyjum. Ásmundur sagði að eftir að Boeing C-17 flutningaflugvélin lenti hefði verið tekinn út úr henni pallur og annar búnaður sem notaður verður við flutninginn á Keiko.
mbl.is