Kista Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar kom til landsins frá Seattle í Bandaríkjunum laust eftir hádegi í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og dætur hans, Guðrún Tinna og Svanhildur Dalla, fylgdu kistunni heim. Frá Keflavíkurflugvelli, þar sem móttökuathöfn fór fram, var kistan flutt í Bessastaðakirkju.