NULL

Hornafirði. Morgunblaðið.
Fullt var út úr dyrum á borgarafundi á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Hátt í 500 manns fylgdust með og tóku þátt í umræðum um fíkniefnamál og forvarnir, en nokkuð hefur borið á vaxandi fíkniefnaneyslu í bænum undanfarnar vikur.  Greinilegt var að bæjarbúar eru nokkuð uggandi vegna þessarar þróunar sem og aukins ofbeldis í tengslum við þá einstaklinga sem grunaðir eru um misnotkun fíkniefna. Lögregluyfirvöld á staðnum voru gagnrýnd harðlega og var það mál margra fundarmanna að lögreglan á staðnum væri ekki í stakk búin til að taka á vandanum vegna þess hversu fáir lögreglumennirnir væru og hefðu úr litlu fjármagni að moða.  Á fundinum fræddu Ólafur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður frá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, og Ástþór Ragnarsson frá SÁÁ fundargesti um fíkniefnamál og forvarnir. Að því loknu hófust harðorðar umræður um þá óöld sem margir íbúar telja að nú ríki á Hornafirði.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert