"Er í sigurvímu"

Selma á fullu á sviðinu í Ísrael.
Selma á fullu á sviðinu í Ísrael. Reuters

"Ég er ekkert smá ánægð með þetta, er í algjörri sigurvímu," sagði Selma Björnsdóttir þegar Fréttavefur Morgunblaðsins náði samandi við hana í mikilli veislu sem haldin var eftir að Eurovison keppninni lauk.

„Þetta er miklu betra en við áttum von á. Við gerðum okkur vonir um að fá um hundrað stig, en það er það sem þurfti til að halda Íslandi inni í keppninni. Við gerðum gott betur en það og ég er alveg að springa úr hamingju." Spurð hvort engin vonbrigði leyndust með henni yfir því að hafa ekki sigrað, sagði Selma: „Nei, alls ekki. Ég tel þetta vera mikinn sigur fyrir okkur og ég held svei mér þá að ég hafi verið rólegasta manneskjan á svæðinu. Ég var mjög ánægð með hvernig til tókst á sviðinu og eftir það var ekkert sem ég gat gert. Það skipti engu máli hvort ég var stressuð eða ekki, það breytti engu því við vorum búin að gera það sem við gátum og málið var ekki lengur í okkar höndum." Hvað með þau lönd sem gáfu okkur engin stig, þau eru varla á vinsældarlistanum hjá þér, eða hvað? „Jú, jú, þetta er nú bara einu sinni Eurovision! Við áttum ekkert frekar von á að fá mörg stig frá löndum í Suður-Evrópu vegna þess að þar er talsvert annar stíll í tónlistinni, en fengum samt þó nokkur stig frá sumum þeirra, og það var hið besta mál. Hins vegar kom það mér nokkuð á óvart að fá ekkert stig frá nokkrum þeirra landa sem gáfu okkur engin stig," sagði Selma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert