Kvikmyndin 101 Reykjavík fær 19 milljóna króna Evrópustyrk

Kvikmyndin 101 Reykjavík, sem taka á hér á landi í sumar undir stjórn Baltasar Kormáks, hefur hlotið tæplega nítján milljóna króna styrk úr evrópska styrktarsjóðnum Eurimages.

Tökur á myndinni hefjast í dag. Í einu aðalhlutverkanna er spænska leikkonan Viktoria Abril, sem kunn er fyrir leik sinn í myndum leikstjórans Pedros Almodovars. Eurimages er sameiginlegur sjóður 25 Evrópuríkja sem veitir stuðning myndum sem framleiddar eru í samvinnu að minnsta kosti þriggja aðildarríkja. 101 Reykjavík er skráð sem samvinnuverkefni Íslendinga, Dana, Þjóðverja, Frakka og Norðmanna. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Eurimages í Frakklandi var ákvörðun tekin um styrkveitinguna í síðustu viku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert