Dagskrá Menningarnætur Reykjavíkur

Hér á eftir fer dagskrá Menningarnætur Reykjavíkurborgar í heild:

Kl. 15:45

Upphaf Menningarnætur í Lýðveldisgarðinum við Hverfisgötu: Harmonikkuleikur. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, setur hátíðina. Hallgrímur Helgason, rithöfundur, flytur ávarp. Hópur ungs fólks frá Marokkó, Túnis, Finnlandi og Íslandi dansar og flytur framandi tónlist.

Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a. Brugðið á leik í bókasafninu. Látbragðsleikur gesta, upplestur, leiktæki í garðinum, verðlaunagetraunir og margt fleira. Ókeypis skírteini ­ aðeins þetta eina kvöld.

Norræna húsið: Bókmenntadagskrá dönsku akademíunnar.

Hitt húsið, Ingólfstorgi: Myndasamkeppni fyrir börn á öllum aldri í tilefni Ólympíuleikanna í Sydney árið 2000. "Töfrastundir" fyrir fullorðna.

Listsýningar og aðrir atburðir

Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5: Listhús Ófeigs, Meistari Jakob, Listhús Ófeigs og Inga Elín, gallerí, opna samsýningu. Gallerí Reykjavík: Nýtt gallerí opnað á Skólavörðustíg 16.

Kl. 16:30

Lýðveldisgarðurinn við Hverfisgötu:

Lagt upp í ferð um Skuggahverfið undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræðings.

Ráðhús Reykjavíkur: Ísafjörður, gestabær Menningarnætur '99. Opnun sýningar Dýrfinnu Torfadóttur og Agnesar Aspelund frá Ísafirði. Ingunn Sturludóttir, alt, syngur við opnunina.

Kl. 17:00

Iðnó:

Tröllabörn við Tjörnina ­ fjölskyldudagskrá. Upplestur, rímur og söngur. Fram koma m.a. Þórarinn Eldjárn, Berrössuð á tánum, Sjón, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Helgason, Andri Snær Magnason, Kristín Helga Gunnarsdóttir og fleiri. Kynnir: Dimmalimm.

Hafnarbúðir við Reykjavíkurhöfn: Opnun sýningar Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, FIRMA 99. Sýrupolkasveitin Hr. Ingi R. leikur við opnunina. Lagt verður upp í hringferð með SVR um sýninguna frá Árbæjarsafni kl. 12:30.

Kjarvalsstaðir: "Með bundið fyrir augu". Börn og fullorðnir skoða myndlist saman.

Laugavegstorg við Kjörgarð: Félagar úr Snúði og Snældu og íþróttahópi Félags eldri borgara koma fram.

Gallerí Áfram veginn, Laugavegi 1:Listamenn verða að störfum.

Landsbanki Íslands, Austurstræti: Opnun myndlistarsýningar Kristins G. Harðarsonar.

Flex, Bankastræti 11: Teena Palmer syngur rómantískar ballöður í versluninni.

Bankastræti/Skólavörðustígur: Dansarar úr Nemendadansflokki Listdansskólans.

Kl. 17:30 Reykjavík í sparifötin. Graffití í góðu lagi! Ungt graffitílistafólk kynnir list sína. Kynning á nýju graffitíverki á Fannarveggnum á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar til kl. 19.

Kjarvalsstaðir: Stutt stefnumót við myndlist. Eitt verk á safninu skoðað með safnaleiðbeinanda.

Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a:Brugðið á leik í bókasafninu. Vala Þórsdóttir leikkona les valda kafla um "hirðfífl" dagsins í dag og gærdagsins.

Landsbanki Íslands, Austurstræti: Frásagnir Péturs Péturssonar þular af Landsbanka Íslands og þekktum samtíðarmönnum á starfsferli bankans. Einnig kl. 20:30.

Kl. 18:00

Hallgrímstorg:

Þjóðlagaguðsþjónusta. Prestur séra Sigurður Pálsson.

Kjarvalsstaðir: "Með bundið fyrir augu". Börn og fullorðnir skoða myndlist saman.

Iðnó: Tröllabörn við Tjörnina ­ fjölskyldudagskrá.

Ráðhús Reykjavíkur: Trúðasýning leikhópsins Morrans frá Ísafirði fyrir utan húsið.

Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg:Söngfélag Félags eldri borgara syngur undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur. Hljóðfæraleikarar: Bragi Hlíðberg og Hólmfríður Sigurðardóttir.

Landsbanki Íslands, Austurstræti: Veggmyndir í afgreiðslu bankans kynntar undir leiðsögn Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings.

Laugavegur 7: Félagar úr Snúði og Snældu og íþróttahópi Félags eldri borgara.

Kl. 18:30

Kjarvalsstaðir:

"Stutt stefnumót við myndlist". Eitt verk á safninu skoðað með safnaleiðbeinanda.

Kl. 19.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15: Leikararnir Vigdís Gunnarsdóttir og Friðrik Friðriksson lesa upp úr bréfum safnsins, þar sem fram kemur lýsing á borgarlífinu og merkum atburðum í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar.

Iðnó: Tröllabörn við Tjörnina ­ fjölskyldudagskrá.

Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a:Brugðið á leik í bókasafninu. Vala Þórsdóttir leikkona les valda kafla um "hirðfífl" dagsins í dag og gærdagsins.

Landsbanki Íslands, Austurstræti:Töfrabrögð. Venni töframaður mætir á staðinn og leikur listir sínar.

Snegla listhús, Grettisgötu 7: Þuríður Dan Jónsdóttir málar á silki.

Hallgrímstorg: Listdans.

Kl. 19:30

Mál og menning, Laugavegi 18:

Samfelld menningardagskrá verður í versluninni til miðnættis.

Kjarvalsstaðir: "Stutt stefnumót við myndlist". Eitt verk á safninu skoðað með safnaleiðbeinanda.

Landsbanki Íslands, Austurstræti:Veggmyndir í afgreiðslu bankans kynntar undir leiðsögn Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings.

Skólavörðustígur/Bankastræti: Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur spila fyrir vegfarendur.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15: Leiðsögn um hið nýja húsnæði safnsins (20 mínútur).

Kl. 20.

Íslenska óperan:

Fram koma Sigrún Eðvaldsdóttir, Keith Reed, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Felix Bergsson, Signý Sæmundsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Richard Simm og fleiri á Opnu húsi. Kynnir er Kolbrún Halldórsdóttir.

Iðnó: Tröllabörn við Tjörnina ­ fjölskyldudagskrá.

Hallgrímskirkja: Mótettukór Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson og fleiri.

Ráðhús Reykjavíkur: Leikhópurinn Morrinn sýnir leikþáttinn "Umhverfis Ísafjörð".

Mál og menning, Laugavegi 18: Samfelld menningardagskrá í versluninni til miðnættis.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15: Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og höfundur Sögu Reykjavíkur 1940­1990, fjallar um miðbæjarbraginn og skemmtanahald í miðborginni frá seinna stríði og fram til okkar daga.

Listasafn Íslands: Að sjá, skapa og slaka á. Leiðsögn um sumarsýningu safnsins. Umsjón Rakel Pétursdóttir.

Snegla listhús, Grettisgötu 7: Jóna Sigríður Jónsdóttir málar myndir á staðnum.

Kjarvalsstaðir: Egill B. Hreinsson leikur á píanó.

Kl. 20:30

SPRON og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Skólavörðustíg.

Skemmtidagskrá til miðnættis. Fram koma m.a. Magga Stína og sýrupolkasveitin Hr. Ingi R., brassband, töframaður og tangósýning. Farið verður í leiki.

Landsbanki Íslands, Austurstræti: Frásagnir Péturs Péturssonar þular af Landsbanka Íslands og þekktum samtíðarmönnum á starfsferli bankans.

Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a:Brugðið á leik í bókasafninu. Vala Þórsdóttir leikkona les valda kafla um "hirðfífl" dagsins í dag og gærdagsins.

Hlemmur: Harmonikkuleikur.

Hlaðvarpinn, portið: Útimessa á vegum Kvennakirkjunnar, Gospelsystra og Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur og allra sem mæta. Kaffisala í Hlaðvarpanum á eftir.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15: Leiðsögn um hið nýja húsnæði safnsins (20 mínútur).

Austurstræti og nágrenni: Listdans á götum úti.

Laugavegur 7: Danshópur eldri borgara undir stjórn Sigvalda danskennara.

Kl. 21.

Ingólfstorg: Hljómsveitin Jagúar spilar á tónleikum.

Íslenska óperan: Opið hús þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Kynnir Kolbrún Halldórsdóttir.

Iðnó: Tröllabörn við Tjörnina ­ fjölskyldudagskrá.

Skólavörðustígur/Bankastræti: Hópur ungs fólks frá Túnis, Marokkó, Finnlandi og Íslandi dansar og flytur framandi tónlist á götum úti.

Gallerí Listakot, Laugavegi 70: Augnablikssýning á listmunum eftir mæður, ömmur og afasystur listakvennanna í galleríinu. Jazztríó Þórðar Högnasonar leikur. Galleríið fær nýtt nafn með viðhöfn. Veitingar.

Gallerí one o one, Laugavegi 48b: Hallgrímur Helgason opnar myndlistarsýningu.

Kjarvalsstaðir: Gjörningaklúbburinn og Þóroddur Bjarnason.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15: Leikararnir Vigdís Gunnarsdóttir og Friðrik Friðriksson lesa úr bréfum varðveittum á safninu, þar sem fram kemur lýsing á borgarlífinu og merkum atburðum sem gerðust í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar.

Ráðhús Reykjavíkur: Vestfirskar söngperlur í flutningi Ingunnar Sturludóttur, Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur og Herdísar Jónasdóttur. Sigríður Ragnarsdóttir leikur á píanó.

Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg:Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson leikur á kontrabassa.

Penninn/Eymundsson, Austurstræti:Djasstríó Guðmundar Steingrímssonar spilar ásamt Regínu Óskarsdóttur fram eftir kvöldi.

Flex, Bankastræti 11: Teena Palmer djasssöngkona syngur.

SPRON og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg. Skemmtidagskrá til miðnættis.

Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a: Vala Þórsdóttir leikkona les 260 sm langt ljóð af svölum safnsins.

Kl. 21:30

Ingólfstorg.

Tónleikar með hljómsveitinni Skítamóral. Dansleikur með hljómsveitinni á Broadway síðar um kvöldið.

Iðnó: Tröllabörn við Tjörnina ­ fjölskyldudagskrá.

Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a:Brugðið á leik í bókasafninu. Vala Þórsdóttir leikkona les valda kafla um "hirðfífl" dagsins í dag og gærdagsins.

Landsbanki Íslands, Austurstræti:Dixielandhljómsveit Árna Ísleifssonar leikur af fingrum fram.

Listasafn Íslands: Að sjá, skapa og slaka á. Leiðsögn um sumarsýningu safnsins. Umsjón Rakel Pétursdóttir. Vinnustofa barna verður opin til kl. 23.

Útitaflið við Lækjargötu: Danshópur eldri borgara undir stjórn Sigvalda danskennara.

Skólavörðustígur: SPRON og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar bjóða til skemmtidagskrár til miðnættis. Þar skemmta m.a. Magga Stína og Sýrupolkasveitin Hr. Ingi R., brassband og töframaður. Farið verður í leiki, vegleg verðlaun í boði.

Kl. 22:00

"Trommað af list" Frumflutningur trommuverks fyrir sjö trommur eftir Gunnlaug Briem á tengivagni sem ekur frá Sóleyjargötu um Lækjargötu og að hafnarbakkanum.

Íslenska óperan: Opið hús.

Listasafn Íslands: Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson leikur á kontrabassa.

Flugeldasýning

Kl. 22:24

Reykjavíkurhöfn:

Flugeldasýning í umsjá Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.

Kl. 23.

Lækjargata: Útibíó til miðnættis.

Arnarhóll: Ljósaveisla.

Iðnó: Dansleikur með hljómsveitinni Sixpack latino til kl. 1.

Listasafn Íslands: Útimyndir ­ listsýning undir berum himni.

Bíóborgin, Snorrabraut: Forsýning á kvikmyndinni The Big Swap, en hún verður frumsýnd á Kvikmyndahátíð 27. ágúst. Einnig sýnd kl. 1.

Kl. 23:15

Fríkirkjan: Sameiginleg helgistund Dómkirkju og Fríkirkju. Anna Sigríður Helgadóttir, Hörður Bragason og fleiri flytja létta tónlist. Kári Þormar organisti leikur á orgelið fyrir athöfnina. Prestar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir.

Kl. 23:30

Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19. Miðnæturmessa með léttu ívafi.

Kl. 24. Ýmsir aðrir viðburðir á Menningarnótt.

Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. Listamenn vinna á staðnum. Þrykkt verður á fyrstu grafíkpressu landsins, teiknisamkeppni fyrir börn og fleira og fleira. Heitir drykkir og sætar kökur. Opið til eitt eftir miðnætti.

Húsnæði Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, Nýlendugötu 15. Gísli Kristjánsson sýnir skúlptúra. Opið til miðnættis.

Hnoss, Skólavörðustíg 22. Eldsmiðir að störfum og unnið verður að tréskurði við verslunina.

Listasafn ASÍ við Freyjugötu. Sýning Stefáns Jónssonar "Án titils". Brynhildur Guðmundsdóttir sýnir málverk í gryfju. Safnið opið til kl. 22.

Árbæjarsafn verður opið fram eftir kvöldi. Veitingar í Dillonshúsi.

Verslunin 38 þrep Laugavegi 76. Gluggasýning Rögnu Róbertsdóttur myndlistarmanns.

Skemmtun í leikfangaversluninni Liverpool, Laugavegi 25. Trúður skemmtir í versluninni kl. 14­15 og Skólahljómsveit Kópavogs leikur undir stjórn Össurar Geirssonar kl. 15­16.

Fóa feykirófa, Skólavörðustíg 1a. Börn spila á hljóðfæri í versluninni. Opið til miðnættis.

Málverkasýning Helga Hálfdánarsonar í Antikhúsinu og Frímerkjamiðstöðinni, Skólavörðustíg 21.

"Dans á rósum" í Grófinni. Blómálfurinn, Fríða frænka, Kirsuberjatréð og Kogga, neðst á Vesturgötu. Hljómlist, óvæntar uppákomur, léttar veitingar, rósasýning, lukkupottur, spákona o.fl.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 er opið til kl. 22. Gestum býðst að skoða og fletta í ýmsum gögnum sem liggja frammi og getraun verður í gangi allt kvöldið með veglegum vinningum. Gestir eru sérstaklega hvattir til að koma skjölum til varðveislu á safnið þetta kvöld.

Músík og myndir, Austurstræti býður 20% afslátt af íslenskri tónlist frá kl. 18­24.

Bókamarkaður Pathfinder, bóksölunni Klapparstíg 26, 2. hæð, stendur fram á nótt.

Veitingahúsið Við Tjörnina, Templarasundi 3. Kokkabandið Puntstráin og óvæntar uppákomur. Menningarnæturtilboð.

Kofi Tómasar frænda, Laugavegi 2. Listamaðurinn Kitta Pálmadóttir heldur sýningu á verkum sínum. Lifandi tónlist um kvöldið.

Kaffitár, suður-amerísk stemmning til kl. 1.

Ráðhúskaffi, Ráðhúsi Reykjavíkur. "Spegill, spegill, herm þú mér". Sýning Ane Henden Motzfeldt. Hugleiðingar listamannsins um lýtaaðgerðir. Opið til miðnættis.

Vegamót, Vegamótastíg 4. Djasskvöld. Tríó Andrésar Þórs, Tríó Hafdísar Kjamma og Óskar Guðjónsson ásamt tríói spila að lokinni flugeldasýningu. Listdans á torginu.

Ari í Ögri, Ingólfsstræti 3. Lifandi tónlist á sólpalli síðdegis. Áhöfnin á Hálfbræðrum skemmtir um kvöldið. Fjölbreytt Menningarnæturtilboð.

Dansíþróttafélagið Gulltoppur kemur fram á nokkrum stöðum í miðborginni.

Götuleikhúsið verður með uppákomur í strætó.

Bílastæði

Eftirtalin bílastæðahús verða opin kl. 9:30 til 4 án endurgjalds: Vitatorg við Vitastíg, Bergstaðir við Bergstaðastræti, Traðarkot við Hverfisgötu gegnt Þjóðleikhúsinu, Kolaport við Kalkofnsveg, Ráðhúskjallari við Tjarnargötu. Strætisvagninn Stæði og strætó mun aka frá bílastæðum við Háskóla Íslands að Ráðhúsinu frá kl. 15 á 15 mínútna fresti til miðnættis.

Snyrting

Klósett er staðsett við Kolaportið austanvert og á bílastæðum Alþingis við Vonarstræti. Bankastræti 0 er opið til kl. 2.

Upplýsingaþjónusta

Upplýsingaþjónusta í Ráðhúsi Reykjavíkur er opin til miðnættis og þar er hægt að leita upplýsinga um viðburði á Menningarnótt. Ef liðsinnis er þörf á Menningarnótt, leitið þá til Upplýsingaþjónustunnar í síma 563 2005.

Í neyðartilvikum skal hringja í neyðarlínu allra landsmanna, 112.

Lokun gatna

Búast má við lokunum gatna í miðborginni á Menningarnótt. Einhverjar lokanir verða á Laugavegi, Skólavörðustíg, Hverfisgötu, Lækjargötu og víðar frá kl. 16 og fram eftir kvöldi.

SVR

Strætisvagnar Reykjavíkur aka samkvæmt áætlun til miðnættis. Leið 6 mun aka í Vesturbæ samkvæmt kvöld- og helgaráætlun til kl. 1:32. Næturvagnar aka frá kl. 0:30 á 30 mínútna fresti til kl. 5.

Vinsamlega athugið að dagskráin er ekki tæmandi og að einhverjar breytingar kunna að verða á henni.

Verkefnisstjóri Menningarnætur 1999 er Hrefna Haraldsdóttir. Í stjórn Menningarnætur eru Elísabet B. Þórisdóttir, forstöðumaður Gerðubergs, Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykjavíkurhafnar, og Anna Margrét Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri þróunaráætlunar miðborgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert