1.652 einkamerki á bíla verið gefin út

GEFIN hafa verið út 1.652 einkamerki frá því fyrst var hægt að panta og fá slík merki á bíla í júní 1996. Stöðug aukning hefur verið í útgáfu merkjanna. Fyrsta árið voru gefin út 97 merki og tvö þau fyrstu voru ÍSLAND og RAGNAR. Í fyrra voru gefin út 752 merki.

Hvert merki kostar 28.750 krónur og af þeirri upphæð renna 25.000 krónur til Umferðarráðs en 3.750 krónur er framleiðslukostnaðurinn. Einkamerkishafi á ekki einkamerkið heldur er hann leyfishafi í átta ár en eftir þann tíma þarf hann að endurnýja leyfið vilji hann halda því. Einkamerkið fylgir eigandanum og það má aðeins vera á ökutæki sem er skráð á leyfishafann. Selji hann ökutækið verður hann að taka einkamerkið af og setja fastanúmerið á. Kaupi hann nýtt ökutæki sem hann vill setja einkanúmið á, þarf hann að taka fastanúmerið af nýja ökutækinu og leggja það inn hjá Skráningarstofunni eða næsta skoðunarstöð. Flutningur á merkjunum kostar 2.700 krónur.

Það kennir margra grasa þegar einkamerki eru skoðuð. Meðal merkja sem nú eru í notkun eru ÁST, HROÓS, MOZART, ZZZZZZ svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »