Eiríkur Jónsson nýr formaður Stúdentaráðs

Breyting varð á forystu Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær þegar Eiríkur Jónsson laganemi tók við formennsku ráðsins af Finni Beck. Um leið urðu framkvæmdastjóraskipti; Haukur Þór Hannesson vélaverkfræðinemi tók við af Pétri Maack Þorsteinssyni.

Ný stjórn Stúdentaráðs var formlega kjörin á skiptafundi ráðsins sl. miðvikudag en 23. febrúar sigraði Röskva í kosningum til ráðsins og hélt þar með meirihluta tíunda árið í röð. Valdahlutföllin héldust jafnframt óbreytt, Röskva hefur tólf fulltrúa í ráðinu en Vaka tíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert