Hvað gerðist um páskana?

Páskar eru ein helsta hátíð kristinna manna. Þá minnast þeir þess, er Jesús reis upp frá dauðum á þriðja degi eftir að hann var krossfestur.

Pálmasunnudagur: (Tilheyrir ekki beinlínis páskunum en er viss aðdragandi þeirra.) Jesús kemur til Jerúsalem sunnudaginn fyrir páska. Skírdagur (fimmtudagur): Síðasta kvöldmáltíðin (brauð og vín). Jesús borðar í síðasta sinn með lærisveinum sínum. Júdas Ískaríot svíkur Jesú í Getsemane-garðinum í hendur æðstu presta gyðinga. Föstudagurinn langi: Jesús var sakaður um svik við Rómverja, sem réðu yfir Ísrael á þessum tíma, og rómverski landshöfðinginn Pontíus Pílatus yfirheyrði hann. Jesús var dæmdur til að krossfestast á hæðinni Golgata (Hauskúpustað), rétt hjá Jerúsalem. Þegar hann var dáinn var líkið lagt í klettagröf. Páskadagur (sunnudagur): Á sunnudagsmorgni, þriðja degi eftir dauða Jesú, sáu menn að gröfin hans var tóm. Jesús hafði risið upp frá dauðum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert