Samstaða telur Björn Grétar réttkjörinn formann VSÍ

Á fundi í stjórn Samstöðu á Blönduósi í gærkvöldi var m.a. samþykkt ályktun þess efnis að félagsmenn líti svo á að Björn Grétar Sveinsson sé réttkjörinn formaður VSÍ og að framkvæmdastjórn VSÍ hafi engan lagalegan rétt til að gera starfslokasamning hvað varðar starf hans sem formanns VSÍ.

Þá mótmælir Samstaða harðlega þeim vinnubrögðum sem höfð voru frammi við þá félaga sem mættu til aukaþings VMSÍ, að senda þingfulltrúa heim án þess að skýra þeim frá málum sem framkvæmdastjórn vann þá að og tók til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar strax og þingfulltrúar höfðu yfirgefið fundarsalinn. Samstaða telur að þar hljóti framkvæmdastjórnin að skulda almennum þingfulltrúum skýringu. Þá var því einnig mótmælt að starfsmenn stéttarfélaga og landssambanda eigi að búa við önnur skilyrði við starfslok en þeir sjálfir hafa séð sér fært að semja um fyrir sitt fólk á almenna vinnumarkaðinum, því kemur starfslokasamningur ekki til greina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert