22 ára karlmaður dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð, nauðganir og líkamsárás

Rúnar Bjarki Ríkharðsson, 22 ára Keflvíkingur, var í dag dæmdur fyrir Héraðsdómi Reykjaness í 18 ára fangelsi fyrir morð á Áslaugu Óladóttur á heimili hennar í Skólavegi 2 í Keflavík 15. apríl sl. og fyrir nauðgun á vinstúlku hennar tvívegis, í febrúar og mars. Ennfremur fyrir líkamsárás á sambýlismann Áslaugar en Rúnar veitti honum stungusár. Dómarar í málinu komust að þeirri niðurstöðu að Rúnar Bjarki ætti sér engar málsbætur í þeim málum sem hann var ákærður fyrir. Í dómnum kemur fram að aðfaranótt laugardagsins 15. apríls sl. hafi Rúnar Bjarki veist að Áslaugu, sem var 19 ára. Hann banaði henni með „fjölmörgum hnífsstungum í síðu, brjóst, höfuð og víðar á líkamanum," að því er segir í dómnum. Hann var ennfremur dæmdur til að greiða fórnarlömbum og aðstandendum alls 3,5 milljónar króna í bætur með vöxtum. Auk þess allan sakarkostnað, þar með talin þóknun lögmanna fórnarlamba sinna og málsvarnarlaun verjanda síns, rúmlega 1,1 milljón króna. Til frádráttar refsingu Rúnars Bjarka kemur óslitið gæsluvarðhald frá 15. apríl sl. Verjandi hans tók sér lögbundinn fjögurra vikna frest til að ákveða hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Að því búnu féllust dómarar á kröfu ákæruvaldsins að Rúnar Bjarki yrði áfram hafður í gæsluvarðhaldi uns málinu lyki fyrir Hæstarétti, þó eigi lengur en til 14. júní nk.

Nauðganirnar svívirðilegar og framdar á auðmýkjandi hátt

Í niðurstöðum dómaranna er Rúnar Bjarki fundinn sekur um að hafa þvingað fyrrverandi unnustu sinni til munnmaka við fiskitrönur á afviknum stað milli Sandgerðis og Keflavíkur 4. febrúar og einnig um að hafa nauðgað henni ítrekað á heimili hans í Keflavík 5. mars sl. Brot hans hafi verið svívirðileg og framin á auðmýkjandi hátt. Í seinna skiptið gætti fyrrverandi sambýliskona hans yngri systkina hans en foreldrar þeirra voru í útlöndum. Tók Rúnar Bjarki atburðinn upp á myndband og þykir það sem fram á því kemur sanna að um þvingun hafi verið að ræða. Segir í niðurstöðum dómaranna, að þeir velkist ekki í vafa um að Rúnar Bjarki hafi umrætt kvöld hótað stúlkunni og beitt hana líkamlegu ofbeldi og í beinu framhaldi af því henni til kynmaka eftir að hafa vakið hjá henni slíkan ótta um velferð sína að hún lét undan vilja hans. Þótt ekki væri það sannað þætti dóminum vætti benda til að Rúnar Bjarki hafi lagt á ráðin og undirbúið nauðgunina 5. mars með nokkrum fyrirvara. Teldist sú háttsemi engu að síður svívirðileg og fádæma auðmýkjandi fyrir fyrrverandi unnustu hans. Stúlkan sem féll fyrir hendi Rúnars Bjarka, að Skólavegi 2, hafði vitnað gegn honum í nauðgunarmálinu. Ruddist hann inn á heimili hennar við annan mann um miðja nótt og stakk hana 28 sinnum með hnífi víða í líkamann auk nokkurra grunnra yfirborðsrista.

Morðið tilefnislaust, hrottalegt og heiftúðugt

Segir í niðurstöðum dómsins að aðför Rúnars Bjarka að Áslaugu hafi verið tilefnislaus, hrottaleg og heiftúðug. Hafi hann ekki skirrst við að ryðjast inn á heimili hennar að næturlagi og stinga hana margítrekað í höfuð, háls, bringu og víðar í líkama hennar þrátt fyrir að hún væri varnarlaus, nakin inni á baðherbergi og hafi átt sér einskis ills von. Hróp hennar og köll hafi einungis orðið til að efla Rúnar Bjarka við ódæðisverk sitt. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Rúnar Bjarki ætti sér engar málsbætur vegna morðsins og nauðgananna. Við ákvörðun refsingar væri þó litið til ungs aldurs hans og þess að hann hefur ekki áður sætt refsingu. Þótti refsing hans engu að síður hæfilega ákveðin 18 ára fangelsi.
mbl.is

Innlent »

Ráðstefna um heimilisofbeldismál

09:55 Ráðstefnan „Gerum betur“ er haldin á Hótel Natura í dag og hefst klukkan 10.00 en umfjöllunarefnið er samvinna í heimilisofbeldismálum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni. Meira »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »