Í skaðabótamál við Flugleiðir

Einn þeirra farþega, sem Flugleiðir neituðu að flytja heim frá Mexíkó nema í fylgd lögreglu, segist ætla í mál við flugfélagið. Í viðtali við Stöð tvö í kvöld sagðist hann búinn að ráða lögfræðing og mun hann gera kröfu um 10 milljónir króna í skaðabætur.

Hann segir ákvörðun flugstjóra Flugleiðaþotunnar að vísa þeim hjónum frá borði hafa kostað hann hálfa milljón króna auk þess sem hann hafi tapað ærunni. Hann sagðist reiðubúinn að fara langt með málið, alla leið fyrir Hæstarétt ef þörf krefði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert