Tilraun um beint lýðræði

Atkvæðagreiðslan um framtíð Reykjavíkurflugvallar reyndist ákaflega tvísýn. Alls tóku 30.219 manns þátt í kosningunni en 81.258 voru á kjörskrá, og var kjörsókn því 37,2%. 14.529, eða nærri 48,1%, greiddu atkvæði með því að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni, en 14.913, eða 49,3%, vildu að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni og er munurinn aðeins 384 atkvæði.

Vitaskuld renndu menn blint í sjóinn hvað þátttöku varðaði þegar ákveðið var að efna til þessarar kosningar. Svisslendingar hafa verið einna ötulastir við að leggja stund á milliliðalaust lýðræði og láta borgarana ákveða stefnuna í einstökum málum. Eins og kemur fram í grein um fyrirkomulagið í Sviss í Morgunblaðinu í dag þykir 55% þátttaka í atkvæðagreiðslu góð á svissneskan mælikvarða. Mest fór þátttakan upp í 78% þegar Svisslendingar greiddu atkvæði um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1992 og höfnuðu henni eftir mikla undirbúningsvinnu stjórnvalda. Yfirleitt er þátttaka hins vegar á bilinu milli 30% og 45%.

Þetta sýnir að ekki ber að vanmeta að tæplega 40% kjörgengra manna í höfuðborginni greiddu atkvæði á laugardag og ber að varast að virða niðurstöðu þessarar kosningar að vettugi.

Hér var á ferð tilraun til að auka þátttöku borgaranna í töku ákvarðana. Vona verður að hér sé aðeins um að ræða upphaf og kjósendur fái ekki á tilfinninguna að framlag þeirra sé léttvægt fundið. Þeir, sem ekki kusu, ættu hins vegar að hafa hugföst þau orð breska sagnfræðingsins Arnolds Toynbees að það eru örlög þeirra að vera stjórnað af þeim, sem neyta atkvæðisréttar síns.

Framkvæmd þessarar rafrænu kosningar gekk tæknilega mjög vel og var atkvæðagreiðslan einföld. Kjósendur fengu afhent kort hlaðið einu atkvæði, sem stungið var í tölvu og mátti síðan velja um kostina tvo. Það eina sem virtist óljóst í hugum sumra kjósenda var að þeir þyrftu að staðfesta atkvæði sitt.

Auðir og ógildir seðlar voru nærri 2,6% og var það rakið til þess að margir kjósendur virtust einmitt gleyma að staðfesta.

Einhverjar spurningar vöknuðu um að einn tæknimaður myndi hafa aðgang að öllum þáttum tölvukerfisins og því yrði auðvelt að falsa niðurstöður kosninganna. Það er hins vegar ljóst að í öllum kosningum verður að treysta á mannlega þáttinn og það breytist ekki þótt tölvur komi til skjalanna.

Úrslit þessarar kosningar voru ekki afgerandi, en engu að síður fékkst niðurstaða. Þegar gengið hefur verið til lýðræðislegra kosninga er aðeins spurt hvernig atkvæði voru greidd, ekki hversu stór meirihlutinn var. Grundvallaratriðið er að leikreglurnar séu virtar. Um leið verður að líta á kosninguna sem skref í átt til milliliðalauss lýðræðis þar sem borgurunum verður í auknum mæli gefinn kostur á því að hafa bein áhrif á umhverfi sitt og framtíð.

VERKFALLI FRESTAÐ MEÐ LÖGUM

Alþingi samþykkti á ellefta tímanum í gærkvöldi frumvarp ríkisstjórnarinnar um að fresta verkfalli sjómanna til 1. apríl. Þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar er skiljanleg og nauðsynleg í ljósi þess að með hverjum degi, sem verkfallið stendur, fara mikil verðmæti forgörðum. Nægir þar að benda á loðnugönguna, sem hafin var þegar sjómenn lögðu niður vinnu.

Lengi hefur staðið ágreiningur um ýmis þau atriði, sem Sjómannasamband Íslands, Vélstjórafélag Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandið annars vegar og útgerðarmenn hins vegar, deila um nú. Kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna hafa verið mjög erfiðar undanfarin ár og er þetta í fjórða skiptið á átta árum, sem sjómenn fara í verkfall. Oft hefur ríkisvaldið þurft að skerast í leikinn til þess að lausn fyndist.

Í þessari deilu hafa báðir aðilar nokkuð til síns máls og verður ekki gert upp á milli þeirra hér. Um er að ræða talsvert flókin mál og er verðmyndun aflans eins og áður eitt helsta ágreiningsefnið. Sjómenn krefjast þess að verðlagning aflans miðist við verð á markaði - með öðrum orðum að annaðhvort fari aflinn á markað eða verðið verði tengt markaðsverði - en útvegsmenn hafa ekki viljað fallast á það. Annars leggja sjómenn áherslu á verðlagningarkröfur, slysatryggingar og framlög í séreignalífeyrissjóð til samræmis við það sem aðrir hafa samið um, en útgerðarmenn leggja mestan þunga í að fá breytt ákvæðum um mönnun skipa, sem þeir fullyrða að geri að verkum að fækkun í áhöfn leiði til aukins útgerðarkostnaðar.

Það er hins vegar ljóst að nú er svo komið að uppsöfnuð kergja, sem sprottin er af þessari deilu og þá sérstaklega síðastnefnda atriðinu, er farin að standa samkomulagi fyrir þrifum.

Mánuðum saman hefur hvorki gengið né rekið og yfirvofandi verkfall virtist ekki knýja menn til dáða við samningaborðið. Fátt benti til þess að samningar næðust á næstunni, frekar en undanfarna mánuði. Það var hins vegar ljóst að ekki þyrfti langt verkfall til að valda verulegu tjóni. Það var því skynsamleg ákvörðun hjá ríkisstjórninni að fá verkfallinu frestað í skamman tíma með lögum frá Alþingi og stöðva gjaldmælinn á meðan sjómenn og útgerðarmenn reyna til þrautar að höggva á hnútinn.

Innlent »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrðu skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bakvið vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír,“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »

„Shut up and swim!“

09:19 Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Meira »

Mælti fyrir frumvarpi til stuðnings bókaútgáfu

08:58 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu sem kynntar voru í haust. Meira »

Umskurður drengja ekki bannaður

08:35 Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira »

Áfram unnið að samnorrænum innkaupum

08:31 Ráðherrar heilbrigðismála í Danmörku og Noregi hafa lýst afdráttarlausum vilja til þess að vinna áfram með Íslandi að sameiginlegum innkaupum lyfja og að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirriti einnig yfirlýsingu landanna þar að lútandi fyrir Íslands hönd. Meira »

Frumvarpið „einn glundroði“

08:18 „Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari.“ Meira »

Rannsókn á Landssímareit ekki lokið

08:15 Stjórn Félags fornleifafræðinga hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd sem Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félagsins, ritar undir: „Stjórn Félags fornleifafræðinga undrast gagnrýni í fréttaflutningi Morgunblaðsins um aðgang að gögnum í vörslu stjórnanda fornleifarannsóknar á Landssímareitnum“ Meira »

Vænta lækkunar og fresta skiptum

07:57 Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma. Meira »

Selja pilsner á landsleikjum

07:37 „Við erum að prófa nýja hluti og bæta þjónustuna,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Athygli hefur vakið að á síðustu leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur verið seldur pilsner, 2,25% léttbjór. Meira »
Múrverk
Múrverk...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648...
Tjarnarmyri íbúð
Íbúð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergi. Húsgögnum, fullbúið eldhús, svalir,...