101 Reykjavík valin besta norræna myndin

Kvikmyndin 101 Reykjavík var valin besta myndin í dag úr hópi 10 mynda á norrænu kvikmyndahátíðinni sem fram fer í Rúðuborg í Frakklandi.

Auk 101 Reykjavík, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, var kvikmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, Englar alheimsins, tilnefnd til verðlaunanna. Er þetta í annað sinn sem íslensk mynd verður fyrir valinu sem besta myndin á norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg. Varð myndin Ingaló fyrir valinu fyrir átta árum. Baltasar Kormákur naut ekki sigursins í Rúðuborg í dag þar sem hann átti ekki heimangegnt vegna veikinda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert