Hitaveita Hveragerðis til sölu

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur ákveðið að láta kanna með sölu á hitaveitu Hveragerðis. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Aldís Hafsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Suðurlandsvefinn að það sama gildi um Hitaveituna og mörg önnur fyrirtæki að flest sé til sölu fáist fyrir það rétt verð. Bæjarfélagið standi í umfangsmiklum framkvæmdum, framkvæmdir við fráveitumál séu kostnaðarsamar, einsetning grunnskólans kallar á viðbyggingu sem boðin hefur verið út. Nýr leikskóli verði byggður á næsta ári og og fyrir dyrum standi umfangsmikil gatnagerð. „Það er spurning hvort peningum bæjarbúa sé ekki betur varið í framkvæmdir sem skila okkur betra bæjarfélagi strax en að binda þá í fyrirtæki eins og Hitaveitunni til langs tíma litið,“ sagði Aldís í samtalinu. Suðurland.net
mbl.is