Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp

Atli Helgason, t.h., ásamt verjanda sínum meðan málflutningur stóð yfir …

Atli Helgason, t.h., ásamt verjanda sínum meðan málflutningur stóð yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Atla Guðjón Helgason í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana í nóvember sl. Þá var Atli dæmdur til að greiða sambýliskonu og foreldrum Einars Arnar miska- og skaðabætur samtals á sjöttu milljón króna. Þá var Atli sviptur málflutningsleyfi. Skaðabótakröfu sambýliskonu Einars Arnar vegna missis framfæranda var vísað frá dómi.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að dómurinn telji að ásetningur hafi myndast hjá ákærða er hann reiddi til höggs með hamri sem hann banaði Einari Erni með. „Árás ákærða var ofsafengin og sló hann Einar Örn fjórum sinnum í höfuðið með hamri og hefur vilji ákærða á þeirri stundu verið styrkur og einbeittur, sbr. 6. tl. 70. gr. almennra hegningarlaga. Eftir það ákvað ákærði að leyna atburðinum og losaði sig við það, sem hann taldi sönnunargögn. Eftir játningu ákærða 15. nóvember sl. hefur hann skýrt greiðlega frá atburðum. Dómurinn telur engar refsilækkunarástæður vera fyrir hendi hjá ákærða. Hann ber fulla refsiábyrgð á gerðum sínum," segir síðan.Atli var sýknaður af ákæru um fjárdrátt í opinberu starfi í tengslum við meðferð þrota- og dánarbúa, og einnig af ákæru um fjárdrátt í tengslum við rekstur á hlutafélaginu Unit á Íslandi, áður Gap ehf. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild
mbl.is