Finn fyrir ótrúlegum stuðningi fólks

Árni Johnsen.

Árni Johnsen.
mbl.is
Árni Johnsen alþingismaður segist finna fyrir miklum stuðningi fólks í kjölfar þeirra ásakana sem á hann hafa verið bornar. Stuðningurinn sé ekki síst úr hans kjördæmi.

Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að Árni Johnsen alþingismaður hafi í byrjun þessa mánaðar keypt þéttidúk í Garðheimum í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Dúkurinn hafi kostað um 173 þúsund krónur. Hann segir að þessi dúkur hafi m.a. verið notaður til viðgerða á flötum þökum. Hann segir að Árni hafi sjálfur sótt dúkinn og kveðst ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að hann hafi farið til Þjóðleikhússins.

Segir dúkinn vera í Þjóðleikhúsinu

Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri segir að rætt hafi verið um að gera við eystri hlið Þjóðleikhússins en lekið hafi inn á smíðaverkstæði leikhússins frá bílastæði. Um það hafi verið rætt að nota dúk við þessa viðgerð, en það hafi verið gert áður með góðum árangri. Þessar framkvæmdir séu hins vegar ekki hafnar og kveðst Stefán ekki vita hvar þessi dúkur sé niður kominn.

Árni Johnsen sagði eins og Stefán að fyrirhugað væri að fara í þessa viðgerð í sumar og þess vegna hefði dúkurinn verið keyptur. Framkvæmdir hefðu tafist, en dúkurinn væri í Þjóðleikhúsinu eða í geymslu í húsi úti í bæ. Hann kvaðst telja að húsvörður Þjóðleikhússins gæti bent á hvar dúkinn væri að finna. Rafn Gestsson húsvörður sagði í samtali við Morgunblaðið að dúkurinn væri í geymslu á vegum safnsins og myndi væntanlega vera notaður til viðgerða á leikhúsinu síðar.

Þakrennur hluti af pöntun til Árna

Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Vírnets hf. í Borgarnesi, staðfesti í gær að fyrirtækinu hefði borist pöntun fyrir nokkrum dögum frá BYKO á þakrennum. Pöntunin hefði verið í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Hann sagði að um hefði verið að ræða sérpantaðar rennur og hefði Vírnet gert pöntun á rennunum hjá birgi erlendis. Í fyrradag hefðu rennurnar hins vegar verið afpantaðar.

Árni sagði að rennurnar hefðu verið hluti af pöntun sem hann gerði hjá BYKO. Pöntunin hefði verið gerð vegna framkvæmda við hús hans. Fyrir misskilning hefði þessi pöntun verið skráð á byggingarnefnd Þjóðleikhússins.

"Það er kannski ágætt að fara yfir þetta enn einu sinni. Þegar ég ræddi við sölumann BYKO talaði ég annars vegar um að ef til viðskipta við byggingarnefnd Þjóðleikhússins kæmi þá myndi ég vita það í fyrsta lagi í lok júlí. En ég pantaði ekkert efni fyrir hönd nefndarinnar. Ég pantaði hins vegar byggingarefni fyrir sjálfan mig um þetta leyti. Ég óskaði eftir að gera skuldina upp í einu lagi og vegna þess að ég keypti efni í fleiri en einu lagi þá fór skuldin inn á biðreikning. Ég hef lengi verið með reikning í BYKO. Þetta var alveg aðskilið en þarna verður hins vegar einhver misskilningur þannig að viðskiptum mínum og hugsanlegum viðskiptum við byggingarnefnd Þjóðleikhúsið er ruglað saman," sagði Árni.

Árni sagðist aldrei hafa afpantað rennurnar. BYKO hlyti að hafa gert það.

Árni sagðist ekki vilja bregðast við orðum menntamálaráðherra sem sagði m.a. í gær að Árni hefði brugðist trausti sínu. "Ég skil vel hans orð. Ég vona hins vegar að það sé ekki búið að taka mig af lífi eins og mér virðist að sumir vilji helst gera. Mér urðu á mistök og það er erfitt að standa í þessum sporum og sitja uppi með svona klúður. Þetta var ekki illa meint og það var aldrei ætlunin að þessir margumræddu kantsteinar yrðu borgaðir af byggingarnefnd Þjóðleikhússins."

Árni kvaðst finna fyrir miklum stuðningi við sig. "Ég finn fyrir ótrúlegum stuðningi þrátt fyrir einhliða uppsetningu fjölmiðla, sérstaklega sjónvarps- og útvarpsstöðva, á þessu máli. Ég hef fengið ótrúlega hlýjar kveðjur og símhringingar frá líklega á annað hundrað konum og körlum. Þetta eru símtöl sem koma víða af landinu, en mest úr mínu kjördæmi. Þetta er frá ólíklegasta fólki, mér kunnu og ókunnu," sagði Árni.

Bæjarráðið í Eyjum ætlar að gera úttekt

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær tillögu Þorgerðar Jóhannsdóttur, sem er fulltrúi minnihlutans í ráðinu, að fela löggiltum endurskoðanda bæjarsjóðs, svo og kjörnum skoðunarmönnum að kanna hvort Árni Johnsen, fyrsti þingmaður Suðurlandskjördæmis, hefði með einhverjum hætti haft með höndum fjárhagsleg umsýslustörf fyrir hönd bæjarsjóðs Vestmannaeyja og stofnana hans vegna verklegra framkvæmda eða annarra þátta sem snerta útgjöld úr bæjarsjóði og stofnunum. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að forsætisráðherra hafi sagt við fjölmiðla að nauðsynlegt væri að fara ofan í alla þætti sem snúa að umsýslustörfum þingmannsins.

Innlent »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »