Bókhald vegna framkvæmda við Þjóðhildarkirkju skoðað

Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir bókhaldi bygginganefndar Vest-Norræna þingmannaráðsins vegna framkvæmda við Þjóðhildarkirkju á Grænlandi, að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV. Fram kom í fréttinni að Árni Johnsen formaður byggingarnefndar ráðsins hafði prókúru fyrir framkvæmdirnar og starfaði án eftirlits opinberra aðila.

mbl.is