Skemmtanir um verslunarmannahelgina

Mikið verður á seyði um verslunarmannahelgina líkt og endranær, en alls verða samkomur eða skipulagðar skemmtanir á um 20 stöðum um land allt. Skemmtanirnar eru ólíkar eftir því til hverra er verið að höfða og skemmtiatriði mismörg, en í meðfylgjandi samantekt er dagskrá allra skemmtana sem tiltæk var.

Kántríhátíð Skagaströnd
Á Skagaströnd verður haldin sveitatónlistarhátíð í Kántríbæ. Eingöngu er greitt fyrir tjaldstæði og er verð á mann 2.400 kr. fyrir helgina alla, en ókeypis fyrir þá sem fæddir eru 1987 og yngri. Dagskráin hefst fimmtudaginn 2. ágúst kl. 23.00 með dansleik í Kántríbæ þar sem hljómsveitin Gos leikur fyrir dansi. Að öðru leyti er dagskráin svohljóðandi:
Föstudagur
16.00 Leikborg opnuð við Kántríbæ.
21.00 Útsýnissigling / kvöldsigling.
22.00-0.00 Tónleikar á palli.
23.00-3.00 Dansleikur í Fellsborg, hljómsveitin Trigger ásamt Helga Björnssyni og Magnúsi Kjartanssyni.
23.00-3.00 Dansleikur í Kántríbæ, hljómsveitin Hot'n Sweet og Helga Möller
Laugardagur
11.00-12.00 Marhnútakeppni á hafnarsvæði og sjóstangaveiði.
12.00-17.00 Útimarkaður í tjaldi.
13.00-14.00 Kraftakeppni við Íþróttahús.
14.00-15.30 Barnaskemmtun á palli í boði Skagstrendings: Helga Möller, Jóhann Örn Ólafsson og Birgir Jóhann Birgisson skemmta. Einnig kemur fram barnakántrídanshópur.
15.00-16.00 Tónlist á palli. Hljómsveitirnar Omnya621, Janus og Jón forseti.
15.00-20.00 Kántrí­dansnámskeið í Fellsborg. Kennari: Jóhann Örn Ólafsson.
17.00 Bíómyndin Kúrekar Norðursins sýnd í Fellsborg.
20.30-22.00 Skemmtidagskrá og kántrídanskeppni í íþróttahúsi. Fjöldi skemmtikrafta og dansara. Hljómsveitin Trigger og Helgi Björnsson, Helga Möller, Lukkulákarnir, Jóhann Örn Ólafsson, Hallbjörn Hjartarson, Magnús Kjartansson og fleiri.
22.00-0.30 Tónleikar á palli. Hljómsveitin Hot'n Sweet.
23.00-3.00 Dansleikur í Fellsborg. Hljómsveitin Trigger og Helgi Björnsson og Magnús Kjartans.
23.00-3.00 Dansleikur í Kántríbæ. Hljómsveitin Lukkulákarnir og Hallbjörn Hjartarson.
Sunnudagur
12.00-17.00 Útimarkaður í tjaldi.
13.30-14.30 Gospelmessa á hátíðarsvæði, Óskar Einarsson og Páll Rósinkrans ásamt kirkjukór Skagastrandar. Prestur sr. Magnús Magnússon.
14.30-15.30 Skemmtidagskrá á palli.
14.45-19.00 Kántrí-dansnámskeið í Fellsborg. Kennari: Jóhann Örn Ólafsson.
17.00. Barnasýning (bíó) í Fellsborg.
20.30-22.30 Tónleikar í Íþróttahúsi. Hljómsveitirnar Buttercup, Sweety.
22.30 Söngstemmning á palli.
23.00 Varðeldur.
23.30 Flugeldasýning á hátíðarsvæði í boði Olís, Norðurstrandar og Toppnets.
23.45-0.30 Stuð og stemmning á palli
0.00-4.00 Dansleikur í Fellsborg. Hljómsveitin Trigger, Helgi Björnsson og Maggi Kjartans.
0.00-4.00 Dansleikur í Kántríbæ. Hljómsveitin Lukkulákarnir og Hallbjörn Hjartarson. Síldarævintýrið Siglufirði
Á Siglufirði verður haldin fjölskylduhátíðin Síldarævintýrið Siglufirði. Þátttaka í hátíðinni kostar kr. 3.900 fyrir 18 ára og eldri en börn fá ókeypis aðgang í fylgd foreldra.
Föstudagur
7.00 Sundlaug opin til 21.00.
10.00 Síldarminjasafnið opið til 18.00.
14.00 Ráðhús 2. hæð. Myndlistarsýning. Gullpenslarnir opið til 19.00.
14.30 Sjósigling 2000, löndun, fyrri dagur.
16.00 Torgið, hátíðin sett. Skemmtiatriði kynnt með sýnishornum. Hljómsveitir hita sig upp fyrir kvöldið.
17.00 Hesthúsahverfihestaferðir fyrir börnin, opið fram á kvöld.
17.00 Eyrarkajakferðir fyrir 8 ára og eldri opið fram á kvöld.
21.00 Torgið. Skemmtidagskrá, Stúlli & Sævar, Steinn Ármann Magnússon, Sönghópurinn Á elleftu stundu, Leikfélag
Siglufjarðar, Eva Karlotta, Country Cows línudansflokkur. Hljómsveitin Sweety og Hljómsveitin Terlín.
0.00 Dansleikir í húsum staðarins. Hótel Lækur, Stúlli & Sævar, Bíósalurinn, Sweety, Allinn, Terlín.
Laugardagur
7.00 Sundlaug opin til 21.00.
10.00 Síldarminjasafnið opið til 18.00.
10.00 Hesthúsahverfi. Hestaferðir, opið allan daginn.
10.00 Eyrar. Kajakferðir, opið allan daginn.
13.30 Torgið, samfelld skemmtidagskrá. Leiktæki úti um allt. Latibær. Siggi sæti & Solla stirða. Hljómsveitin Mannakorn sér um söngvarakeppni barna. Ávaxtakarfan.
14.00 Mighty Gareth.
14.00 Ingvarsbryggja. Skemmtisigling um fjörðinn.
14.00 Togarabryggja Sjósigling 2000, löndun.
14.00 Ráðhús 2. hæð. Myndlistarsýningin Gullpenslarnir, opið til 19.00.
15.00 Síldarminjasafnið. Söltunarsýning. Bryggjuball.
16.00 Ömmuhorn - amma segir yngstu börnunum sögur.
16.00 Torgið. Barnadansleikur. Mannakorn
18.00 Ingvarsbryggja. Skemmtisigling um fjörðinn.
20.00 Flatir. Brenna og brennusöngvar.
21.00 Torgið. Skemmtidagskrá. Síldarkóngurinn og söltunarstúlkurnar. Steinn Ármann Magnússon og Þórarinn Hannesson, Má ég kitla þig, Leikfélag Siglufjarðar, Stúlli & Sævar, Mannakorn, Bjarni Ara og Páll Óskar og Milljónamæringarnir.
21.00 Hótel Lækur. Sjósigling 2000. Lokahóf sjóstangveiðimótsins.
24.00 Dansleikir í húsum staðarins. Hótel Lækur, Stúlli & Sævar, Bíósalurinn, Bjarni Ara, Páll Óskar og Milljónamæringarnir, Allinn, Mannakorn.
Sunnudagur
9.00 Sundlaug opin til 21.00.
10.00 Síldarminjasafnið opið til 18.00.
10.00 Hesthúsahverfi. Hestaferðir. Opið allan daginn.
10.00 Eyrar. Kajakferðir. Opið allan daginn.
13.00 Lagt af stað frá Ráðhústorgi til messu í Hvanneyrarskál, séra Bragi J. Ingibergsson messar og kirkjukór Siglufjarðar leiðir söng. harmonikkuleikur að messu lokinni.
14.00 Torgið, skemmtidagskrá. Ávaxtakarfan og Örn Árnason.
14.00 Togarabryggja, dorgveiðikeppni.
14.00 Ingvarsbryggja. Skemmtisigling um fjörðinn.
14.00 Ráðhús 2. hæð. Myndlistarsýning. Birgir Schiöth, opið til 19.00.
15.00 Síldarminjasafnið. Söltunarsýning, bryggjuball.
16.00 Ömmuhorn. Amma segir yngstu börnunum sögur.
16.00 Torgið. Barnadansleikur. Örn Árnason og Stúlli & Sævar.
18.00 Ingvarsbryggja. Skemmtisigling um fjörðinn.
21.00 Torgið. Skemmtidagskrá. Örn Árnason, Grease-atriði, Leikfélag Siglufjarðar, Kvennakór Siglufjarðar, Bjarni Ara, Páll Óskar og Milljónamæringarnir, hljómsveitin Mannakorn og hljómsveitin Terlín.
24.00 Dansleikir í húsum staðarins: Hótel Lækur, Miðaldamenn, Bíósalurinn, Bjarni Ara, Páll Óskar og Milljónamæringarnir Allinn, Mannakorn. Álfaborgarséns Borgarfirði eystra
Á Borgarfirði eystra verður haldin hátíð sem kallast Álfaborgarséns. Inn á hátíðina kostar ekki neitt og eins verður ókeypis á tjaldstæðin, en selt verður inn á böll.
Föstudagur
20:00 Hagyrðingakvöld. Hagyrðingar verða Jóhannes Sigfússon, Friðrik Steingrímsson, Jóhann Guðmundsson í Stapa og Bjargey Arnórsdóttir. Í dómnefnd verða ennfremur valinkunnir hagyrðingar.
23:00 Dansleikur með Kross-field drengjakórnum ásamt Valmari Váljaots fiðlu- og harmonikkuleikara.
Laugardagur
13:00 Ævintýraferð fyrir yngri kynslóðina.
13:00 Pumamótið í knattspyrnu. Skráning á staðnum og mótið hefst kl. 13:30 Pumaumboðið gefur sigurliðinu átta peysur. Þátttökugjald 8.000 kr. á lið.
14:00 Útimarkaður hefst við Fjarðarborg. Öllum velkomið að koma með söluvarning.
15:00 Dýragarður opnaður við Kanínukot og hestaleiga við leikjavöll.
16:00 Söngkeppni fyrir börn 14 ára og yngri. Keppnin fer fram við Félagsheimilið og er skemmtiatriði á útimarkaði. Keppendur skrái sig við útimarkað 14:30. Umsjónarmaður er Arngrímur Viðar Ásgeirsson.
16:00-18:00 Opið hús í Vinaminni. Fólki gefst kostur á að skoða gamlar ljósmyndir og málverk í félagsheimili eldri borgara. Listmunir eftir Eyjólf Skúlason verða ennfremur til sýnis.
18:00 Litla gula hænan. Nokkrir nemendur grunnskólans sýna stutt leikrit í Fjarðarborg. Aðgangseyrir kr. 300.
22:00 Dansleikur. Hljómsveitin Nefndin leikur og syngur.
Sunnudagur
13:00 Knattspyrnuskóli Puma og UMFB. Skólinn tekur við börnum á aldrinum 6-14 ára og gerða verða æfinga og spilað lítið mót í lokin. Þátttakendum verður boðið upp á pylsur, Frissa fríska og Kjörís. Þátttökugjald 500 kr.
14:00-18:00 Opið hús í Vinaminni.
16:30-17-30 Dansleikur fyrir 16 ára og yngri í Fjarðarborg.
18:00 Neshlaup. Hið árlega almenningshlaup þar sem lagt er af stað frá Snotrunesi og hlaupið inn í þorp.
20:00 Grill og varðeldur í Brandsbalarétt. Heitt í kolunum en fólk þarf að hafa með sér eitthvað á grillið.
23:00 Dansleikur með Jónasi sólstrandargæja og hljómsveitinni Kvöldgestum. Neistaflug Neskaupstað
Í Neskaupstað verður fjölskylduhátíðin Neistaflug sem forðum. Öll skemmtiatriði eru ókeyois, en selt er inn á dansleiki.
Föstudagur
17:00 Setningarhátíð setningarræða kynning á atriðum kvöldsins (klassik og tónatitring) Spútnik flytur nokkur lög og sönghópurinn Skeifan syngur danska Evróvisionlagið.
20:00 Tónleikar í Egilsbúð Sigurður og Judith Þorbergsson.
23.00 16 ára dansleikur í Valhöll Eskifirði með Buttercup. Sætaferðir frá Neskaupstað og Reyðarfirði.
23:00 Tónatitringur í Egilsbúð (18 ára. Dansleikur með Spútnik.
Laugardagur
8:00 Neistaflugsgolfmót Golfklúbbs Norðfjarðar.
9:00 Barðsneshlaup (mætt 8.00 á bryggjuni við Egilsbúð).
10:00 Hálfmaraþon.
11:00 3, 6 og 10 km skemmtiskokk.
13:00 Húsdýragarður og hoppkastalar opna í og við Lystigarð.
14:00 Dagskrá á sviði verðlaun vegna Barðsneshlaups.
14:20 Götuleikuhús Asturlands sýnir barnaefni úr Dýrunum í Hálsaskógi meðal annars.
14:45 Gunni og Felix skemmmta.
15:10 Tónleikar með Buttercup.
15:40 Solla stirða úr Latabæ.
16:05 Jóhanna Guðrún syngur.
16:30 Unglingahljómsveitirnar Remó og Króm spila.
20:00 Vélsleðaspyrna á Leirunni.
22:00 Útidansleikur á Neistaflugsplani (Remó og Króm).
23:00 Dansleikur í Egilsbúð. Buttercup (18 ára).
Sunnudagur
12:00 Strandblak.
13:00 Húsdýragarður.
13.30 Hjólreiðakeppni.
14:00 Dorgveiðikeppni.
14:30 Dagskrá á sviði, verðlaun vegna dorgveiði, og hjólreiða.
15:00 Margrét Eir og Kjartan Valdimarsson flytja barnaefni.
15:30 Mighty Gareth töframaður með meiru skemmtir.
16:00 Todmobile hitar upp fyrir kvöldið.
16:15 Búálfarnir skemmta sér og öðrum.
21:00 Varðeldur og dagskrá með flugeldum (Búálfar trúbbasveit Brján og Mighty Gareth).
23:00 Dansleikur í Egilsbúð (18 ára) Todmobile leikur. Ein með öllu Akureyri
Fjölskylduhátíð verður haldin á Akureyri undir heitinu Ein með öllu en að henni standa hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og verslun með fulltingi Akureyrarbæjar. Aðgangsgjald miðast við komudag og frítt verður fyrir tólf ára og yngri. Á miðvikudegi eða fimmtudegi er gjaldið 3.000 krónur en lækkar svo í 2.500 kr. á föstudag, 2.000 á laugardegi og endar á sunnudegi í 1.000 krónum. Ekki er tekið gjald í tengslum við uppákomur og dagskrá hátíðarinnar en fólk borgar sig sjálft inn á böll á svæðinu. Dagskrá á Ráðhústorgi:
Föstudagur
15:30 Setning hátíðarinnar.
15:35 Atriði úr Ávaxtakörfunni.
16:00 Fjöllistahópurinn Circus Atlantis: trúðar og eldgleypar.
16:30 Friðrik Ómar & Hera Björk.
17:15 Hljómsveitin Skítamórall.
Kynnir: Júlíus Júlíusson.
Menningardagskrá á vegum Listasumars. Fjölskyldudagskrá á tjaldsvæði skáta að Hömrum. Veitingahús og verslanir opin fram á kvöld og skemmtistaðir fram eftir nóttu. Unglingadansleikur í KA-heimilinu
Laugardagur
15:00 Brúðuleikhús Helgu Arnalds.
15:35 Fjöllistahópurinn Circus Atlantis: Kastatriði.
16:00 Blöðrutrúðarnir.
16:10 Bjarni töframaður.
16:35 Dúettinn Hundur í óskilum.
17:15 Hljómsveitin Greifarnir.
Kynnir: Júlíus Júlíusson
Menningardagskrá á vegum Listasumars. Fjölskyldudagskrá á tjaldsvæði skáta að Hömrum. Veitingahús og verslanir opin fram á kvöld og skemmtistaðir fram eftir nóttu. Unglingadansleikur í KA-heimilinu
Sunnudagur
15:00 Brúðuleikhús Helgu Arnalds.
15:30 Atriði úr Latabæ.
16:00 Helga Braga með magadans.
16:30 Hljómsveitin Útrás.
Kynnir: Júlíus Júlíusson.
Hlaupahjólakeppni í boði Style 17:30, skráning og upplýsingar í Style s. 461-3850. Menningardagskrá á vegum Listasumars. Fjölskyldudagskrá á tjaldsvæði skáta að Hömrum. Veitingahús og verslanir opin fram á kvöld og skemmtistaðir fram eftir nóttu. Unglingadansleikur í KA-heimilinu
Dagskrá á tjaldsvæði skáta að Hömrum
Föstudagur
9:00-11:00 Barnaefni í þjónustuhúsinu.
11:00-14:00 Ratleikur.
21:00-22:00 Kvöldvaka í hvítatjaldinu.
22:00-2:00 Út í óvissuna (ferð fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára).
Laugardagur
9:00-11:00 Barnaefni í þjónustuhúsinu.
11:00-14:00 Ratleikur.
11:00-12:00 Hópleikir (Leikskólakennarar stýra hópleikjum.
17:00-19:00 Hamrahátíð (Kraftakeppni barna, Bjarni töframaður, Brúðuleikhúsið og trúðar kíkja í heimsókn. Auk þessa verða ýmis leiktæki fyrir börnin.
20.30-22.00 Hljómsveitin Einn og sjötíu leikur fyrir dansi.
22-02 Út í óvissuna (ferð fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára).
Sunnudagur
9:00-11:00 Barnaefni í þjónustuhúsinu.
11:00-14:00 Ratleikur.
11:00-12:00 Hópleikir (leikskólakennarar stýra hópleikjum).
16:00 Kraftakeppnin Kjarnaskelfirinn fer fram í fimmta sinn.
Mánudagur
9:00-11:00 Barnaefni í Hvítatjaldinu.
11:00-14:00 Ratleikur.
11:00-12:00 Hópleikir (leikskólakennarar stýra hópleikjum).
Auk þessa eru leiktæki og íþróttasvæði opin alla helgina og hægt er að ganga yfir í Kjarnaskóg.
Menningardagskrá á vegum Listasumars
Fimmtudagur
21.30 Deiglan-Heitur fimmtudagur Píanódúó. Gunnar Gunnarsson á píanó og Tómas R. Einarsson á bassa.
Föstudagur
20.30 Deiglan-Bókmenntir. Dagskrá helguð Einari Kristjánsyni frá Hermundarfelli.
Laugardagur
Samlagið-Listhús. Gluggasýning. Hrefna Harðardóttir.
Safnasafnið Arnar Herbertsson opnar sýningu í hornstofu Safnasafnsins.
14.00 Fjaran og innbærinn. Söguganga. Leiðsögumaður er Sæunn Þorsteinsdóttir.
16.00 Ketilhús. Opnun myndlistasýningar Tuma Magnússonar og Ráðhildar Ingadóttur.
16.00 Listasafnið. Opnun sýningar Per Kirkeby.
16.00 Listasafnið-vestursalur. Opnun myndlistarsýningar nýjasta verðlaunahafa Listasjóðs Pennans, Heklu Daggar Jónsdóttur.
21.00 Deiglan-Tónleikar. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór syngur í Deiglunni. Miðaverð 2000 kr. Element 01
Danshátíðin Element 01 verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina 2001, en að hátíðinni stendur framvkæmdahópurinn Núna. Hátíðin, sem er ekki í neinum tengslum við Ein með öllu, fer fram á næturklúbbnum Madhouse (Óðsmannshúsi) í Hafnarstræti. Fram koma meðal annarra plötusnúðarnir DJ Panik (Movement í London), DJ Margeir, DJ Bjössi Brunahani, DJ Reynir og DJ Eldar. Galtalækur 2001
Fjölskylduhátíð verður haldin í Galtalæk líkt og undanfarna áratugi. Aðgangur fyrir fullorðinn er 6.000 kr. og 5.000 kr. kostar fyrir unglinga (13-14 ára). Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.
Föstudagur
21.00-22.00 Café lækur. Órafmagnaður gítar og harmonikka.
22.00-2.00 Fjölskyldudansleikur á palli. Nátthrafnar sjá um dansleikinn.
22.00-2.00 X-Tónlistarhátíð unglinganna í Heklu. Fimm hljómsveitir úr Músíktilraunum 2001, Andlát, Snafu, I Adapt, Spildog og Innvortis.
Laugardagur
11.00-13.00 Hjólreiðakeppni BFÖ við danspallinn.
11.00-12.00 Innritun í Söngvarakeppni barna og unglinga 2001.
13.00-14.00 Morguntrimm fjölskyldunnar við danspallinn.
14.00-15.15 Söngvarakeppni Galtalækjar 2001 fyrir börnin.
15.15-16.00 Möguleikhúsið, Barnaskemmtun með Langafa prakkara, Snuðru og Tuðru ásamt Lómu og Önnu.
16.00-18.00 Götukörfuboltakeppni 2001 á eyrinni.
16.00-18.00 Ökuleikni BFÖ á eyrinni.
20.45-22.00 Kvöldvaka við danspall: Pétur með gítarinnvarðelda og fjöldasöngæfing á palli, Stopp leikhópurinn sýnir leikritið Ósýnilegi vinurinn, fyndnasti maður Íslands, Sveinn Waage, kitlar hláturtaugarnar.
22.00-23.30 Nátthrafnar. Dansleikur stórfjölskyldunnar á palli.
22.00-23.00 Coral rokkhljómsveitin hitar upp á stuðballi í Heklu.
23.30-0.00 Varðeldur, flugeldar og fjöldasöngur með Pétri á eyrunum.
0.10-3.00 Dansleikur með Nátthröfnum á palli.
0.10-3.00 Hljómsveitin Útrás leikur í Heklu.
Sunnudagur
11.00-13.00 Golfkeppnin hola í höggi.
13.00-13.30 Morguntrimm fjölskyldunnar við danspall.
14.00-14.45 Útimessa með Þorvaldi Halldórssyni stórsöngvara.
15.00-15.30 Möguleikhúsið. Barnaskemmtun með Langafa prakkara, Snuðru og Tuðru.
15.30-16.00 Barnadansleikur með Nátthröfnum á palli.
16.00-17.00 Golfkeppnin hola í höggi, úrslit.
20.45-22.00 Söngfestival barnanna: Jóhanna Guðrún syngur sín þekktustu lög, Kiðlingarnir barnasönghópur syngur. Langafi prakkari kynnir.
22.00-2.00 Lokadansleikur með Nátthröfnum á palli.
22.00-23.00 Dicerokkhljómsveitin hitar upp fyrir kvöldið í Heklu.
23.00-2.00 Í svörtum fötum. Litla þjóðhátíðin í Úthlíð
Í Úthlíð í Biskupstungum verður dagskrá um verslunarmannahelgina undir yfirskriftinni "Litla þjóðhátíðin", þótt ekki sé um eiginlega útihátíð að ræða. Inn á tjaldstæðin verður rukkað að þessu sinni. Fimmtudags- og föstudagskvöld: Hljómsveit Geirmundar Valtýrssonar. Laugardags- og sunnudagskvöld: Rúnar Júlíusson og hljómsveit. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum
Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er haldin í Herjólfsdal að vanda. Á fimmtudagskvöld er svonefnt Húkkaraball, sem er eins konar forleikur að þjóðhátíðinni. 7.500 krónur kostar inn á hátíðina. Börn yngri en 14 ára og ellilífeyrisþegar fá ókeypis aðgang og á sunnudeginum lækkar aðgangseyririnn í 3.000 krónur. Dagskrá verður háttað sem hér segir:
Föstudagur
14:30 Setning þjóðhátíðar: Þór Vilhjálmsson. Hátíðarræða: Hugvekja: Séra Kristján Björnsson. Kór Landakirkju.
Lúðrasveit Vestmannaeyja. Bjargsig.
15:00 Barnadagskrá á Brekkusviði. Frjálsar íþróttir, Ungmennafélagið Óðinn. Fimleikafélagið Rán. Brúðubíllinn. Glens og grín. Söngvakeppni barna og barnaball.
21:00 Kvöldvaka. Frumflutningur Þjóðhátíðarlags 2001. Land og synir. Söngvakeppni barna. Verðlaunaafhending. Eyjasyrpa. Ólafur Kjartan Sigurðarson einsöngvari undirleikari Jónas Ingimundarson. Gildran.
0:00 Brenna á Fjósakletti.
0:15 Dansleikir á báðum pöllum. Brekkusvið: Land og synir og Á móti sól. Tjarnarsvið: Gildran.
Laugardagur
10:00 Létt lög í Dalnum.
14:30 Barnadagskrá á Tjarnarsviði. Brúðubíllinn. Barnaball. Laddi.
14:30 Tónleikar á Brekkusviði. Hljómsveitirnar: Fjórir bjórar og Mannekla.
15:30 Galaxy fitness keppnin.
21:00 Kvöldvaka. Á móti sól Guðmundur Þ.B. og synir. Laddi. Sóldögg.
0:00 Flugeldasýning.
0:15-5:00 Dansleikir á báðum pöllum. Brekkusvið: Á móti sól og Sóldögg. Tjarnarsvið: Gildran.
Sunnudagur
10:00 Létt lög í Dalnum.
15:00 Barnadagskrá á Brekkusviði: Barnaball. Fimleikafélagið Rán. Laddi.
15:00-17:00 Tónleikar á Brekkusviði: Johnny on the North Pole.
20:30 Kvöldvaka á Brekkusviði. Land og synir, Sóldögg og Laddi.
23:00 Brekkusöngur, varðeldur, flugeldar og brekkublys.
0:15-5:00 Dansleikir á báðum pöllum. Brekkusvið: Land og synir, Á móti sól og Sóldögg. Tjarnarsvið: Gildran. Kotmót 2001
Landsmót hvítasunnumanna verður haldið í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, um verslunarmannahelgina. Frítt er inn á mótssvæðið. Kotmót 2001 verður formlega sett með samkomu fimmtudaginn 2. ágúst kl. 20:00, því síðan slitið mánudaginn 6. ágúst strax að lokinni samverustund sem hefst kl. 10:00. Barnamót fer fram samhliða Kotmótinu og er dagskrá þess hönnuð með hliðsjón af samkomuhaldi. Eldborg
Útitónleikar verða haldnir á Eldborg í Hnappadal um verslunarmannahelgina. Svæðið gengur undir nafninu Kaldármelar og eru þar haldin fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi. Verð inn á svæðið er 6.500 krónur. Fram koma hljómsveitirnar Stuðmenn, Skítamórall, Ný dönsk, Greifarnir, Sóldögg, Buttercup, Írafár, Í svörtum fötum, Út-rás, Lúdó og Stefán og Geirfuglarnir. Fjölskylduhátíð á Hellnum-Mannrækt undir jökli
Haldið verður Mannræktarmót á Brekkubæ á Hellnum um verslunarmannahelgina. Enginn aðgangseyrir er að svæðinu, en tjaldstæði kosta 500 krónur á manninn fyrir 14 ára og eldri. Boðið verður upp á hljóða morgungöngu og jógaæfingu alla morgna, andlitsmálningu fyrir börn, ratleiki, helgistund, samsöng, friðarathöfn og kvöldvöku. Gegn endurgjaldi er svo hægt að fá lestur í stjörnumerkin og orkumælingu, lestur í spáspil, áruteikningar og leiðbeinendateikningar, fléttubönd í hárið, heilun, nudd, fara í grasaferð, svitahof eða sækja stutt námskeið í fyrirlestraformi. Mjólkurgleði SÁÁ og Dalamanna að Staðarfelli
SÁÁ stendur fyrir útihátíð um verslunarmannahelgina að Staðarfelli undir nafninu Mjólkurgleði SÁÁ og Dalamanna. Aðgangseyrir á útihátíð 3.500 krónur en frítt verður inn fyrir börn undir 14 ára aldri. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Þá verður sérstök barnadagskrá frá klukkan 11 til 14 báða dagana auk kvöldvakna, söngvarakeppni, töfrabragða, brennu, brennusöngs og flugeldasýningar. Á meðan á hátíðinni stendur verða haldnir þrír til fjórir AA fundir á dag en meðferðarheimilið að Staðarfelli verður opið almenningi og þar verða nokkrir fundanna haldnir. Sólbakka- og Sandshátíð
Um verslunarmannahelgina verður haldin svokölluð Sólbakka- og Sandshátíð og fer aðallega fram á Flateyri og Ingjaldssandi. Aðgangur er 1.000 krónur fyrir tjald hverja nótt og 1.500 inn á dansleik.
Föstudagur
23.00-3.00 Dansleikur. Vagninn, Flateyri
Laugardagur
10.00 Kajakróðrakeppni. Róið frá Innri-Veðrará og út Vöðin að Sólbakka.
13.00 Ingjaldssandur. Gönguferð af heiðum í Hraun.
14.00-17.00 Sólbakki 6, Flateyri. Ljósmyndasýningin Fólk á Flateyri & Hvalveiðistöðin að Sólbakka.
14.00 Sandkastalakeppni við Holtsbryggju.
17.00 Húslestur og Þjóðsögur á Ingjaldssandi, haldið við Hraun á Ingjaldssandi.
18.00 Sameiginleg grillveisla í fjárhúsunum að Hrauni.
21.00 Barnaball í fjárhúsunum að Hrauni. Birkir Þór Guðmundsson Rokkbóndi spilar fyrir börnin.
23.00-3.00 Dansleikur í fjárhúsunum að Hrauni. Birkir Þór Guðmundsson Rokkbóndi rifjar upp vestfirska slagara.
23.00-3.00 Dansleikur. Vagninn, Flateyri.
Sunnudagur
13.00 Gönguferð í Mosdal.
14.00-17.00 Opið pílukastmót að Sólbakka, Flateyri.
14.00 Útimessa á Ingjaldssandi.
15.00-17.00 Leiktæki fyrir börnin á Ingjaldssandi. Kerruferðir, börnin á bak, koddaslagur á ánni o.fl.
16.00-18.00 Minjasafnið að Hjarðardalsnaust opið.
17.00 Stuttmyndasýning. Vagninn Flateyri. Minnsta kvikmyndafélag í heimi, Í eina sæng, sýnir fyrri afurðir áður en
stóra bomban fellur.
18.00 Sameiginleg grillveisla í fjárhúsunum að Hrauni.
21.00 Varðeldur og lautarsöngur að Hrauni, Ingjaldssandi.
20.30 Sólbakki 6, Flateyri. Eldmessa og brúðkaup. Lýður læknir, óli Popp o.fl.
21.00-22.30 Varðeldur og fjöldasöngur á Sólbakka.
22.30-0.00 Harmonikkudansæfing að Sólbakka. Villi Valli og félagar úr Harmonikufélagi Vestfjarða
23.00-3.00 Dansleikur. Vagninn, Flateyri.
Mánudagur
14.00-17.00 Ljósmyndasýning, Fólk á Flateyri og Hvalveiðistöðin á Sólbakka. Sólbakki 6, Flateyri.
21.00 Hátíðarsamkoma í mötuneyti Kambs, Flateyri. 6. ágúst 1901 - 6. ágúst 2001. 100 ár frá bruna hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka. Ávörp flytja heimamenn og gestir frá Noregi. Söngskemmtun frá Félagi íslenskra leikara: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, söng- og leikkona og Agnar Már Magnússon undirleikari.
23.00 Eldur og reykur að Sólbakka. Fjölskyldumótið Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta stendur nú í fyrsta skipti fyrir Fjölskyldumóti fyrir
almenning við Úlfljótsvatn. Nóttin á tjaldstæðinu kostar 1000 kr. fyrir fullorðna en ókeypis er
fyrir börn yngri en 16 ára.
Föstudagur
12.00 Svæðið opnað fyrir tjaldgesti.
21.00 Varðeldur og mótið sett.
Laugardagur
10.00 Skipulögð gönguferð á Úlfljótsvatnsfjall.
10.00 Klifurturn, skátaland og bátaleiga opnar til hádegis.
12.00 Hádegismatur.
14.00 Ratleikur fyrir börn og fullorðna.
10.00 Klifurturn og bátaleiga opnar.
15.00 Veiðikeppni/Kassabílarallí.
16.00 Barnadagskrá.
17.00 Skipulögð gönguferð inn í Borgarvík.
18.00 Kvöldmatur.
20.00 Varðeldur.
22.00 Ball.
Sunnudagur
10.00 Skipulögð gönguferð í nágrenni Úlfljótsvatnsfjalls.
10.00 Klifurturn, skátaland og bátaleiga opnar til hádegis.
12.00 Hádegismatur.
14.00 Ratleikur fyrir börn og fullorðna.
10.00 Klifurturn og bátaleiga opnuð.
15.00 Metaland/Bátasmiðja opin.
16.00 Siglinga keppni á bátunum sem smíðaðir voru í bátasmiðjunni.
17.00 Skipulögð gönguferð inn að Fossá.
18.00 Kvöldmatur.
20.00 Varðeldur.
22.00 Flugeldasýning.
Mánudagur
10.00 Klifurturn, skátaland og bátaleiga opin fram eftir degi.
12.00 Hádegismatur. Sæludagar í Vatnaskógi
Að Sæludögum standa Skógarmenn KFUM Vatnaskógi og er ætlunin að halda hátíð án allra vímuefna. Við vatnið verða bátar af ýmsum gerðum öllum opnir, kassabílar verða á staðnum ásamt hoppkastala og leiktækjum. Íþróttavöllur er í Vatnaskógi þar sem leikin verður knattspyrna og Sæludagaleikarnir fara fram. Í íþróttahúsinu fara fram hæfileika og söngvakeppni, fjölskylduguðsþjónusta með léttu sniði, harmónikkudansleikur, gospeltónleikar með Bubba Mortens, Páli Rósinkrans og Óskari Einarssyni, ásamt hljómsveitunum Sheep og Tristan og kvöldvökur þar sem meðal annars verða: Fyndnasti maður Íslands, barnaleikritið Óskirnar tíu verður sýnt og sigurvegarar úr söng og hæfileikakeppninni stíga á stokk. Þá verða í kapellunni bæna og kyrrðarstundir og í Gamla skála verða fræðslustundir þar sem sr. Sigurður Pálsson fjallar um trúaruppeldi barna í fjölhyggjuþjóðfélagi og Gunnar J. Gunnarson fjallar um trú og efa í textum U2. Verð inn á svæðið er 2.800 krónur en þó aldrei hærra en 6.000 krónur fyrir fjölskyldu. Dagsheimsókn er á 1.500 krónur. Fjölskylduhátíð Kirkjubæjarklaustri
Að venju verður fjölskylduhátíð á Kirkjubæjarklaustri um verslunarmannahelgina þótt ekki sé um skipulega útihátíð að ræða. Á laugardag verður markaðstjald við Skaftárskála með ýmsan varning. Einnig verður selt kaffi og vöfflur og ókeypis andlitsmálning verður í boði fyrir börnin. Almennur dansleikur verður í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á laugardagskvöldið þar sem hljómsveitin Vírus leikur fyrir dansi. Á sunnudagskvöldið verður fjölskylduskemmtun í Hlöðunni Efri-Vík, haldin verður grillveisla og ball þar sem hljómsveitin Fossabandið leikur fyrir dansi. Enginn aðgangseyrir er inn á svæðið en selt er á tjaldstæðin eins og venjulega og aðgangseyrir er að dansleikjum og slíku. Barnahátíðin í Árnesi
Barnahátíð verður haldin um verslunarmannahelgina í og við Félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi. Aðgangseyrir fyrir helgina er 2.500. kr. og ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára. Bláhiminn, félag heimamanna og annarra, stendur að hátíðinni.
Laugardagur
12:00-13:00 Hádegismatur og sögustund.
13:00-13:30 Leitin að Trölla (ratleikur.
13:30-15:00 Fótboltaþrautir / knattspyrna. Þjálfari: Freyr Sverrisson.
15:00-18:00 Barnasmiðjan. Svanborg R. Jónsdóttir kennari Gnúpverjahreppi. Tónstofan. Ásgeir Páll Ágústsson og Ólafur Þórðarson. Töfratrúðurinn, töfrabröð og leikir. Hestaleiga. Sund.
18:00-20:00 Grill og lifandi tónlist. Grímubúningar, andlitsmálning, hárgreiðsla. og undirbúningur.
20:00-23:30 Grímuball. Fjörkarlarnir. Leikrit með þátttöku barna o.fl. Sérstakur gestur: Solla stirða frá Latabæ.
24:00-3:00 Geiri Palli við hljómborðið. (Ath. 18. ára og eldri. Einnig á föstudagskvöld frá kl. 23:00-2:00.)
Sunnudagur
11:00-12:00 Barnamessa. Prestur: séra. Axel Árnason. Söngur og tónlist
12:00-13:00 Hádegismatur og sögustund.
13:00-15:00 ?Hvernig verður rafmagnið til?? Ferð í Búrfellsvirkjun og gróðursetning undir leiðsögn starfsmanna Búrfellsvirkjunnar. Þjóðveldisbærinn skoðaður undir leiðsögn. (Ath. fólk þarf að fara á eigin bílum.)
15:00-18:00 Barnasmiðjan. Föndur og málning. Flugdrekar. Svanborg R. Jónsdóttir kennari Gnúpverjahreppi. Tónstofan. Hestaleiga. Leikir. Sund. Trúðurinn Geiri gleðigaur. Sérstakur gestur kl. 17:00 Ómar Ragnarsson.
18:00-20:00 Grill og lifandi tónlist.
18:00-20:00 Andlitsmálun- og búningavinna fyrir dansleik. Ósk Ingadóttir.
20:00-22:30 Dýradansleikur. Fjörkarlarnir og Geiri gleðigaur. Sérstakir gestir Jóhanna Guðrún og töframaðurinn Bjarni.
22:30-24:00 Varðeldur og almennur söngur.
Sundlaugin í Árnesi verður opnuð kl. 10:00 laugardag og sunnudag. Búrfellsvirkjun er opin frá kl. 13:00-18:00 laugardag og sunnudag. Bravo-kvöld á Thomsen
Undirtónar og Thomsen standa fyrir Bravo-kvöldum á Thomsen um verslunarmannahelgina og verður tónlist í boði frá fimmtudegi til mánudags. Fram koma Egill Sæbjörnsson, Darius, Pedal, Mark Knowles, Dj Sunshine, Natalie og Raven, Hugarástand, Margeir, Rampage, Árni E, Einoma, Skurken, Frank Murder, Árni Sveins, Dj Glamúr Gellur, Ívar Örn, Biogen, ILO, Exos, Árni Valur og Guðný Súpergirl. Kvöldin hefjast kl: 22:00, það kostar 500 kr. inn og það er 18 ára aldurstakmark. Hátíð flugsins í Múlakoti
Flugmálafélag Íslands verður með samkomu í Múlakoti í Fljótshlíð um verslunarmannahelgina sem kallast hátíð flugsins. Uppákomur verða margar, þar á meðal flugvélasamkoma, listflug, lendingarkeppni, pokakast, leikir, brenna, flugeldasýning, samkomutjald, kvöldvaka með uppákomum, o.fl.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert