Ætlar að synda þvert yfir Þingvallavatn

Fylkir Sævarsson, lengst til vinstri, ásamt Kristni Magnússyni og Birni …
Fylkir Sævarsson, lengst til vinstri, ásamt Kristni Magnússyni og Birni Ásgeiri Guðmundssyni eftir að þeir syntu Viðeyjarsund sl. sumar.

Fylkir Þ. Sævarsson ætlar í kvöld að synda þvert yfir Þingvallavatn, um 4,2 km vegalengd. Mun Fylkir stinga sér til sunds við Mjóanesodda, austan við vatnið, og synda til Eldvíkur. Fylkir áætlar að sundið taki um 1½-2 klukkutíma en björgunarsveitarmenn munu fylgja honum í báti á sundinu. Fylkir er reyndur sundmaður og hefur m.a. tvívegis þreytt Viðeyjarsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert