Tölvuveira hindraði fréttaskrif

Svo sem lesendur Fréttavefjar Morgunblaðsins hafa ef til vill orðið varir við hafa ekki birst nýjar fréttir á vefnum frá því á fimmta tímanum. Ástæðan er sú að tölvuveira komst í innra net Morgunblaðsins með þeim afleiðingum að ekki var hægt að uppfæra nýjar fréttir á vefinn. Eru notendur beðnir velvirðingar á þessu.

mbl.is