Þágufallssýki 11 ára barna hefur aukist

Þágufallssýki hefur aukist meðal ellefu ára skólabarna frá því árið 1982, samkvæmt niðurstöðum Björns Gíslasonar, BA í íslensku, í lokaritgerð hans, "Að verjast föllum: Um þágufallssýki og nefnifallssýki".

Björn gerði rannsókn á þágufallssýki meðal 232 skólabarna í fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og bar niðurstöðurnar saman við niðurstöður úr rannsókn Ástu Svavarsdóttur frá 1982 um sama efni.

Þrátt fyrir að hóparnir, sem tóku þátt í rannsókninni, séu ekki fyllilega sambærilegir, þar sem 202 börn úr ellefu skólum víðsvegar um land tóku þátt í rannsókn Ástu, bendir allt til þess að þágufallssýki fari vaxandi, að mati Björns.

Að hlakka til og kvíða fyrir

Mismunandi er eftir því um hvaða sagnir er að ræða hve tilhneigingin til notkunar þágufalls í stað þolfalls eða nefnifalls er rík. Í "verstu" tilfellunum notaði um og yfir helmingur barnanna þágufall í stað þolfalls og 35% notuðu þágufall í stað nefnifalls með sagnarsamböndunum hlakka til og kvíða fyrir.

Rannsókn Björns sýnir svo ekki verður um villst að drengir eru mun þágufallssjúkari en stúlkur. Tvisvar sinnum fleiri drengir en stúlkur nota t.a.m. þágufall með sögninni dreyma og þeir fimm nemendur sem voru algjörlega lausir við þágufallssýki voru allir stúlkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »