Engan sakaði í öflugri sprengingu

mbl.is/Júlíus
Efnaframleiðslu hefur verið hætt í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í kjölfar öflugrar sprengingar sem varð í verksmiðjunni laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Engan sakaði en fimm starfsmenn voru á svæðinu þegar sprengingin varð. Sprengingin var svo öflug að hús í Grafarvogi nötruðu og fundu margir íbúar loftþrýstibylgju.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri átti fund með Haraldi Haraldssyni stjórnarformanni Áburðarverksmiðjunnar í gær. Þar tilkynnti hún að borgin væri reiðubúin að taka upp viðræður um hvernig megi flýta brottflutningi verksmiðjunnar, ljúka skipulagi svæðisins og hefja uppbyggingu atvinnu- og íbúðabyggðar á svæðinu, sem gert er ráð fyrir í tillögum að aðalskipulagi fyrir árið 2024. Hún segist vona að verksmiðjan fari árið 2002 eða 2003.

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og var stóru svæði umhverfis verksmiðjuna lokað vegna öryggisráðstafana. Lítilsháttar eldur kviknaði við sprenginguna, en slökkviliðsmenn náðu fljótt tökum á eldinum. Starfsmenn Áburðarverksmiðjunar hófu slökkvistörf áður en slökkvilið kom á vettvang.

Sprengingin varð í rafmagnstöflusal í enda húss þar sem fer fram framleiðsla á vetni og ammóníaki. Enginn var í húsinu enda vinnslan sjálfvirk og fjarstýrð. Húsið er mikið skemmt, gafl þess hrundi sem og fleiri veggir. Haraldur telur að um 200 milljónir myndi kosta að bæta tjónið sem varð í sprengingunni.

Í fyrstu var talin mikil hætta á loftmengun vegna sprengingarinnar, en vindátt var hagstæð og stóð vindur á haf út. Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, segir að ekki hafi verið talin ástæða til að rýma hús í nágrenninu. "Þarna var staðbundin hætta, það var engin lykt af neinum efnum, hvorki ammoníaki né öðru og þá var ákveðið að rýma ekki," segir hann. Enn er ekki ljóst hvað olli sprengingunni. Helst er talið að um skammhlaup í rafmagnsspenni hafi verið að ræða. Jón Viðar segir að þessi sprenging hafi komið öllum í opna skjöldu, menn hafi ekki átt von á því að þarna gæti orðið sprenging. Aðspurður segist hann telja ólíklegt að um skemmdarverk hafi verið að ræða og segir að slíkt hafi ekki komið til tals. Rannsóknarlögreglan fer með rannsókn málsins.

50 ára búnaður

Búnaðurinn þar sem sprengingin varð er frá því verksmiðjan var stofnuð fyrir tæpum 50 árum, árið 1952. Haraldur segir að búnaður verksmiðjunar hafi verið yfirfarinn og skoðaður reglulega og segir Jón Viðar sprenginguna ekki tengjast því hversu gamall búnaðurinn var. "Hann var alla vega það vel á sig kominn að allir ventlar sem átti að loka lokuðust og þeim ventlum sem starfsmenn áttu að loka, var lokað. Það má segja að kerfi verksmiðjunnar og viðbragðsáætlun starfsmanna hafi staðiðst prófið, sem er aðdáunarvert því oft fara menn í kerfi þegar þeir lenda í svona," segir Jón Viðar.

Öll starfsemi verksmiðjunnar var lömuð í gær, enda rafmagnslaust. Efnaframleiðslu í verksmiðjunni hefur verið hætt og verður verksmiðjan rifin á næstu misserum og stendur til að þétt blönduð byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis rísi á svæðinu. Í lok ágúst var tilkynnt að Áburðarverksmiðjan myndi hætta frumvinnslu hráefna til áburðarframleiðslu og leggja þess í stað áherslu á fullvinnslu áburðar. "Þá höfðum við alltaf þann möguleika að fara af stað aftur með efnaframleiðslu, en með þessu erum við að leggja línurnar með það að ekki verði byggt upp aftur," segir Haraldur. Ekki var búið að taka ákvörðun um hvenær framleiðslunni yrði hætt, en það stóð til á næstu vikum.

Jón Viðar segir að slökkviliðið verði með vakt á svæðinu í dag, ef menn ætli að hreyfa eitthvað við rústunum. "Ef menn hreyfa einhverjar lagnir eða eitthvað, getum við sprautað vatni á ammoníak, ef það kemur, þannig að það fari ekki yfir byggðina." Tveir tankar með vetni og köfnunarefni standa í um 100 metra fjarlægð frá húsinu þar sem sprengingin varð. Haraldur segir að framleiðslan hafi enn verið í fullum gangi þegar sprengingin varð og að tankarnir séu yfirleitt fullir að tveimur þriðju eða til helmings. Svo hafi einnig verið núna.

Hallgrímur N. Sigurðsson, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, segir að fólki hafi verið mjög brugðið við sprengingua í gærmorgun.

"Íbúar í Grafarvogi hafa mótmælt þessari verksmiðju í mörg ár á borgarafundum, með blaðagreinum og öðru. Þessi verksmiðja er okkur þyrnir í augum, þetta er efnaverksmiðja, áburður er sprengiefni og hefur fólk verið hrætt við þetta lengi. Fyrir utan sjónmengun á þessu fallega svæði fylgja þessu miklir þungaflutningar, flutningar á trukkum og áburðarflutningar hér um hverfin. Þessi verksmiðja var reist langt utan við borgina á sínum tíma, af því að menn gerðu sér grein fyrir því að svona framleiðslu fylgir ákveðin hætta. Nú eru breyttir tímar, nú er komin 18 þúsund manna byggð þarna innan seilingar," segir Hallgrímur.

Innlent »

Óháðir leggi mat á kröfur

05:30 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »

Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

05:30 Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meira »

Kársnesið í sölu

05:30 Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi.   Meira »

Japanar vilja stórefla tengslin

05:30 Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands. Meira »

Annist veghaldið og göngin

05:30 „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðarsvæðinu á Bakka sem meðal annars var lögð fyrir Skipulagsstofnun. Meira »

Mörg snjóflóð af mannavöldum

05:30 Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óliver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »

Hefja athugun á Tekjur.is

Í gær, 21:01 Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni Tekjur.is, en stofnunni hefur borist fjöldi erinda frá einstaklingum sem telja brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Meira »

Glæpasögurnar þóttu ekki bókmenntir

Í gær, 20:50 Nú ber svo við að fyrir þessi jól mun Arnaldur Indriðason rjúfa 500 þúsund eintaka múrinn í sölu hér á landi. Af því tilefni mun útgefandi hans lauma gullmiða í 500 þúsundasta einstakið. Þá hafa bækur hans selst í 14 milljónum eintaka víða um heim. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

Í gær, 20:30 „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

Í gær, 20:27 „Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“ Meira »

„Týpískt íslenskt haustveður“

Í gær, 20:15 „Þetta verður týpískt íslenskt haustveður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um leiðindaveðrið sem spáð er á morgun. Í nótt má búast við hvassviðri sunna og suðvestanlands, en í fyrramálið bætir í vind um allt land. Á Meira »

Leikur sér að bragðlaukum Norðmanna

Í gær, 20:00 Kokkurinn Atli Már Yngvason opnaði nýverið veitingastaðinn Kötlu í Ósló og hefur hlotið einróma lof matargagnrýnenda. „Við opnuðum núna 28. ágúst og það er búið að vera opið í tvo mánuði og troðfullt á hverjum degi,“ segir Atli um opnun Kötlu. Meira »

Sendu inn tilboð en heyrðu ekki meira

Í gær, 19:45 Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir borgina aldrei hafa verið haft samband við sig, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn tilboði. Meira »

„Tjónið að mínu mati augljóst“

Í gær, 19:00 „Þetta mál er búið að taka ansi langan tíma,“ seg­ir Ólaf­ur Ad­olfs­son, lyfja­sali og eig­andi Apó­teks Vest­ur­lands. Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apó­teki Vest­ur­lands fjór­ar og hálfa millj­ón í bæt­ur vegna sam­keppn­is­brota. Meira »

Skólarnir breyti samfélagi

Í gær, 18:45 Líklegt er að á næstu áratugum verði viðamiklar breytingar á íslensku skólakerfi þar sem hefðbundin mörk skólastiga breytast eða mást jafnvel út. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir að ræða þurfi lengingu skólaskyldu. Meira »

Indverskur víbríngur Geirs Ólafs

Í gær, 18:44 Indverskt lag til heiðurs Gandhi sem Geir Ólafsson gaf út á dögunum, orðræðan og Úganda ferðalag Hjördísar var meðal annars það sem þau Geir og Hjördísi Guðmundsdóttur ræddu í föstudagskaffinu síðdegis á K100. Geir tók dæmi af því hvernig lagið Reyndu aftur myndi hljóma í indverskri útgáfu. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

Í gær, 17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...