Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað rúmlega tvítugan karlmann af ákæru fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis og að aka á 150 km hraða þar sem hámarkshraði var 60 km á klukkustund. Maðurinn var hins vegar sektaður um 10 þúsund krónur fyrir að sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar.