Fólk með gat í eyra á sérstakan lista

Halda skal skrá yfir nöfn og kennitölur einstaklinga sem fá gat í eyrnasnepil samkvæmt reglum um húðgötun í eyra sem samþykktar voru einróma á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðustu viku.

Þá verða einstaklingar 18 ára og yngri framvegis að sækja um skriflegt leyfi til forráðamanna hyggist þeir fá sér göt í eyru.

Að sögn Árnýjar Sigurðardóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, er tilgangurinn sá að hægt sé að rekja smit komi slíkar aðstæður upp.

Í reglunum eru einnig hertar kröfur um hreinlæti og upplýsingaskyldu þeirra sem sjá um húðgötun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »