Ungur jafnaðarmaður gerir samtökunum Heimssýn grikk

TEXTI
TEXTI Morgunblaðið

Ungur jafnaðarmaður í Reykjavík, Ómar R. Valdimarsson, sem jafnframt er ritstjóri vefritsins politik.is, keypti lénið heimssyn.is á undan forsvarsmönnum samtakanna Heimssýnar, sem stofnuð voru í síðustu viku.

Þegar farið er inn á slóðina heimssyn.is blasir við fáni Evrópusambandsins og fyrir neðan hann stendur: Ísland í ESB. Eins og kunnugt er telja samtökin Heimssýn það ekki samrýmast hagsmunum Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Vísuðu þau á slóðina heimssyn.is í auglýsingu sinni sem birtist í Morgunblaðinu um helgina.

Ómar R. Valdimarsson er hins vegar Evrópusambandssinni og segist í samtali við Morgunblaðið hafa keypt lénið í gríni til að vekja athygli á afstöðu sinni til aðildar Íslands að ESB. Hann segist þó koma til með að eftirláta forsvarsmönnum Heimssýnar lénið gegn útlögðum kostnaði, þ.e. skráningarkostnaði.

Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Heimssýn, segir að um leið og samtökin hafi fengið kennitölu sl. föstudag hafi þau sótt um lénið hjá ISNIC. Þá hafi nafn samtakanna hins vegar spurst út og "ungir og spaugsamir jafnaðarmenn", eins og hann orðar það, orðið á undan til að sækja um lénið. Þegar samtökin Heimssýn sóttu um lénið var það laust, að sögn Eyþórs, en svo virðist sem Ómar hafi verið aðeins á undan að leggja inn sína umsókn. Þar með fékk hann lénið.

"Hugmynd ungra jafnaðarmanna var greinilega að stríða okkur og það hefur tekist," segir Eyþór. Hann bætir því þó við að hann eigi ekki von á öðru en að þeir muni skila léninu til samtakanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert