Jón Ásgeir segir Sullenberger hafa vísvitandi blekkt lögreglu

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar hann segir einsýnt að Jón Gerald Sullenberger, eigandi Nordica Inc. hafi vísvitandi blekkt lögregluyfirvöld í því skyni að hefja opinbera rannsókn. Jón Ásgeir segir að viðskipti við Sullenberger hafi ekki verið lengur með þeim hætti sem að var stefnt og hann hafi ekki lengur getað treyst honum.

Yfirlýsingin:
„Vegna aðgerða embættis Ríkislögreglustjóra gagnvart Baugi Group hf., stjórn og starfsmönnum fyrirtækisins vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri:

Allar greiðslur Baugs Group hf. til Nordica Inc voru samkvæmt reikningum útgefnum af Nordica Inc. sem er alfarið í eigu og stjórnað af Jóni Gerald Sullenberger. Þessar greiðslur, sem samtals hljóðuðu upp á $491.000 og náðu yfir tveggja og hálfs árs tímabil, runnu til uppbyggingar á starfsemi Nordica Inc enda var það mat forsvarsmanna Baugs Group hf. á þeim tíma að samstarf fyrirtækjanna yrði til hagsbóta fyrir Baug Group hf. Þessum viðskiptum var slitið um leið og í ljós kom að frammistaða Nordica Inc stóð ekki undir væntingum. Þar sem skjótt var brugðist við varð fjárhagslegur skaði Baugs Group hf. vegna þessara viðskipta óverulegur.

Baugur Group hf. tengist á engan hátt skemmtibátnum Thee Viking. Hann er í eigu félags áðurnefnds Jóns Gerald Sullenberger, New Viking. Fjárfestingarfélagið Gaumur lánaði Jóni Gerald 38 milljónir króna vegna kaupa á þessum bát, en hefur enn ekki fengið afsal fyrir hlut í New Viking eins og ráðgert var, né fengið fullnægjandi tryggingar fyrir láninu þótt eftir þessu hafi ítrekað verið leitað. Skuld Jóns Gerald við Gaum er skráð í bókhaldi félagsins og hafa endurskoðendur þess staðfest það við embætti Ríkislögreglustjóra.

Þá hefur Jón Gerald Sullenberger tjáð lögregluyfirvöldum að Baugur Group hf. hafi gjaldfært reikning upp á $589.000 í bókhaldi félagsins til hagsbóta fyrir yfirstjórnendur þess. Hið rétta er að umræddur reikningur er kreditreikningur og því færður til tekna hjá fyrirtækinu. Þetta hafa lögregluyfirvöld staðfest við málflutning hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Einsýnt er að Jón Gerald Sullenberger hefur vísvitandi blekkt lögregluyfirvöld í því skyni að hefja opinbera rannsókn vegna málsins.

Eins og sjá má af ofansögðu urðu viðskipti félaga, sem ég er í forsvari fyrir, við Jón Gerald Sullenberger ekki með þeim hætti sem að var stefnt. Traust er undirstaða í öllum viðskiptum og ég gat ekki lengur treyst Jóni Gerald. Viðbrögð hans við því að Baugur Group hf. hætti viðskiptum við Nordica Inc hefur styrkt þetta mat mitt enn frekar. Jón Gerald hefur í samtölum við bæði ættingja mína og starfsfólk þeirra félaga, sem ég veiti forstöðu, haft í hótunum um að skaða bæði þessi félög og mig persónulega. Hann hefur sömuleiðis reynt að koma sögusögnum um viðskipti okkar á framfæri við fjölmiðla á Íslandi en ekki haft erindi sem erfiði.

Baugur Group hf., stjórnendur þess, lögmenn og endurskoðendur, hefðu með einföldum hætti getað hrakið ávirðingar Jóns Gerald ef embætti Ríkislögreglustjóra hefði viljað kanna sannleiksgildi þeirra. Í stað þess að leita skýringa ruddist flokkur lögreglumanna í höfuðstöðvar Baugs Group hf., lagði hald á bókhaldsgögn og færði stjórnendur fyrirtækisins til yfirheyrslu.

Í ljósi þess að Baugur er enn eitt íslenska fyrirtækið á síðustu tólf mánuðum sem verður fyrir sambærilegri aðför ríkisvaldsins ættum við hjá Baugi Group hf. ef til vill að láta þetta yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust. En einmitt sökum þess hversu algengt þetta er orðið er ástæða til að mótmæla. Hjá Baugi Group hf. starfa um 4.000 manns. Félagið veltir um 50 milljörðum króna. Um tvö þúsund Íslendingar eiga hlut í félaginu. Baugur Group hf. er mikilvægur þáttur í íslensku samfélagi. Það er því óásættanlegt að embætti Ríkislögreglustjóra, sem starfar í umboði okkar allra, skuli í skjóli rakalausra fullyrðinga Jóns Gerald Sullenberger setja í hættu hagsmuni starfsmanna, hluthafa og viðskiptavina Baugs Group hf.

Baugur Group hf. starfar á alþjóðlegum markaði. Áhrif af aðgerðum embættis Ríkislögreglustjóra hafa því skaðað hagsmuni og orðspor félagsins víðar en á Íslandi, ekki síst í Bretlandi þar sem áform um yfirtökutilboð í samstarfi við Philip Green urðu að engu í kjölfar þessara aðgerða.

Undanfarnir dagar hafa verið starfsmönnum Baugs Group hf. og aðstandendum þeirra erfiðir. Á slíkum stundum hefur hins vegar verið ánægjulegt að finna hversu samheldinn þessi hópur er og hversu mikinn stuðning má sækja í hann. Það hefur ekki síður verið gott að finna hversu mörgum Íslendingum hefur ofboðið aðför ríkisvaldsins að Baugi Group hf. og aðstandendum félagsins og hversu viljugir þeir eru til að sýna samstöðu með starfsfólki fyrirtækisins."

mbl.is

Innlent »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla á athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi(múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo að brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

Í gær, 19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Í gær, 19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

Í gær, 18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

Í gær, 18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Í gær, 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

Í gær, 18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

Í gær, 18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

Í gær, 18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...