Norðurljós hætta útsendingu þriggja útvarpsstöðva

Norðurljós hætta í dag útsendingu þriggja útvarpsstöðva sem starfræktar hafa verið hjá fyrirtækinu, að því fram kom í fréttum Bylgjunnar. Þetta er útvarpsstöðvarnar Vitund (FM 87,7), Klassík (100,7) og Jazz (97,7).

Í tilkynningu frá Norðurljósum kemur fram að tækjabúnaður og sendar þessara þriggja útvarpsstöðva verði notaðir til uppbyggingar Útvarps Sögu.

mbl.is