Hringamyndun dafnað í skjóli Samkeppnisstofnunar

Samkeppnisstofnun á að eigin frumkvæði að vinna skýrslu um það hvers vegna matvöruverð er ekki lægra en raun ber vitni enda hafi óheilbrigðir verslunarhættir fengið að dafna í skjóli stofnunarinnar auk þess sem hún hafi látið það líðast að til mikillar hringamyndunar hafi komið í matvöruverslun.

Þetta kom fram í máli Halldórs Blöndal, Sjálfstæðisflokki, í umræðum um þingsályktunartillögu Rannveigar Guðmundsdóttur, Bryndísar Hlöðversdóttur og Össurar Skarphéðinssonar um matvælaverð hérlendis, á Norðurlöndunum og í Evrópusambandinu.

Halldór sagði að fyrir lægi að einn verslunarhringur hefði ofurvald á matvælamarkaðnum bæði í innflutningi og verðlagningu á smásölu. Halldór sagði og ljóst að samkeppni væri engin og fróðlegt væri að fá um það skýrslu frá Samkeppnisstofnun hvernig stæði á því. Það væri raunar makalaust, hvernig Samkeppnisstofnun sæi stundum ástæðu til þess að grípa inn í og stundum ekki.

Þá taldi Halldór einnig eðlilegt að vekja athygli á því að Samkeppnisstofnun liti svo á að smásölum væri heimilt að verðleggja vörur undir markaðsverði þannig að virðisaukaskattur yrði öfugur. Slíkir verslunarhættir væru bannaðir annars staðar. Hið sama ætti við þegar einokunarhringur af þessu tagi léki sér að því að fá ódýrar auglýsingar með því að selja vörur undir framleiðslu- eða innkaupsverði. Halldór taldi þetta vera óheilbrigða verslunarhætti sem hefðu dafnað í skjóli Samkeppnisstofnunar. Menn verði að ætlast til þess að Samkeppnisstofnun vinni að eigin frumkvæði skýrslu um það hvernig á því standi að matvöruverð skuli ekki vera lægra en raun beri vitni þar sem stofnunin hafi látið það líðast að til svo mikillar hringamyndunar hafi komið í þessari grein.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »