150 manns í jólaveislu hjá Hjálpræðishernum

150 manns borðuðu jólamatinn hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík í gærkvöldi. Hjálpræðisherinn hefur í mörg ár haldið jólaveislu á aðfangadagskvöld fyrir þá sem hafa ekki í nein hús að vernda yfir jólin. Allir fengu jólapakka, góðan mat og það ríkti mikil jólastemmning meðal gesta.

Samkvæmt upplýsingum frá Hjálpræðishernum styrkti fjöldi fyrirtækja jólaboðið. Gaf verslunin Nóatún allar kjötvörur í jólamatinn ásamt meðlæti og fleiru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert