Barnaspítali Hringsins opnaður formlega

Barnaspítali Hringsins.
Barnaspítali Hringsins. mbl.is/Golli

Barnaspítali Hringsins var opnaður með viðhöfn í morgun klukkan tíu að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, ráðherrum, Hringskonum og fleirum og Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands blessaði húsið. Milli klukkan 12 og 14 í dag verður opið hús með leiðsögn fyrir tiltekna hópa en frá 14 til 18:30 verður Barnaspítalinn opinn almenningi til sýnis.

Að lokinni opnunarhátíðinni hefst lokaþáttur frágangs í spítalanum sem felst meðal annars í uppsetningu tækjabúnaðar, stillingum og prófunum. Þetta lokaferli tekur nokkurn tíma og er gert ráð fyrir því að eiginleg spítalastarfsemi verði ekki komin á fullan skrið fyrr en líður nokkuð á febrúarmánuð.

mbl.is