Ingibjörg Sólrún kveður sem borgarstjóri

Fjöldi starfsmanna Reykjavíkurborgar mætti í Ráðhúsið í morgun til að …
Fjöldi starfsmanna Reykjavíkurborgar mætti í Ráðhúsið í morgun til að kveðja Ingibjörgu Sólrúnu, sem lætur af embætti borgarstjóra í dag. mbl.is/Kristinn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bauð starfsmönnum Reykjavíkurborgar til morgunverðar í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík í morgun í tilefni þess að í dag er síðasti dagur hennar í embætti borgarstjóra. Hún hefur gegnt embætti borgarstjóra síðastliðin níu ár. Á morgunverðarfundinum fór borgarstjóri yfir helstu verkefnin sem unnið hefur verið að á undanförnum árum og fjallaði um stöðu og framtíð borgarinnar.

mbl.is