Laufey Guðjónsdóttir skipuð forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvarinnnar

Laufey Guðjónsdóttir verður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tekur hún við embættinu á mánudag. Í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneyti segir að ráðherra hafi skipað Laufeyju í embættið til fimm ára. Sautján umsóknir bárust um embættið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka, segir ennfremur í tilkynningunni.

„Kvikmyndaráð mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra einróma með því að Laufeyju Guðjónsdóttur yrði veitt embættið,“ segir ennfremur í tilkynningu ráðuneytisins.

mbl.is