Þrír alvarlega slasaðir eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut

Frá slysstað á Reykjanesbraut í morgun.
Frá slysstað á Reykjanesbraut í morgun. mbl.is/Jóhannes Kr. Kristjánsson

Þrír menn slösuðust alvarlega í hörðum árekstri þriggja bifreiða á Reykjanesbraut á Strandarheiði skammt austan Vogaafleggjara um klukkan hálf sjö í morgun.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu lenti fólksbifreið á leið til Reykjavíkur á vinstra framhorni lítillar fólksflutningabifreiðar og síðan á fólksbifreið sem kom á eftir henni. Ökumaður var einn í annarri fólksbifreiðinni en þrír í hinni.

Fólkið í fólksflutningabifreiðinni mun hafa sloppið með minni háttar meiðsl.

mbl.is